Norðurljósið - 01.01.1971, Síða 109
NORÐURLJ ÓSIÐ
109
Nikódemusar öðrum fremur — þessum orðum: „Því að svo elsk-
aði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver,
sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“
Þessi vilji Guðs — því að Jesús gerði ávallt það, sem Guði var
þóknanlegt, og þess vegna var Guðs vilji einnig vilji Jesú Krists —
þessi vilji Guðs, að sem flestir fengju að vita um kraftaverkin, sem
Jesús gerði, kom skýrt fram hjá Jesú við ýms tækifæri. Þegar
blóðfallssjúka konan læknaðist, svo að lítið bar á, er hún í mann-
þrönginni náði að snerta fald yfirhafnar Jesú, sem segir frá í
Markúsar guðspjalli 5. kafla, þá virðist Jesús ekki hafa viljað láta
það vera leynt fyrir mannfj öldanum, heldur lét hann kraftaverkið
verða augljóst öllum, sem í kringum hann voru — um leið og hann
talaði hin beztu huggunarorð við konuna. Jesús gerði kraftaverk
þetta svona augljóst öllum viðstöddum Guði til dýrðar og þeim til
blessunar, sem um það fengu að vita.
Sömuleiðis þegar Jesús spurði blindu mennina: „Hvað viljið þið,
að ég geri fyrir ykkur?“ Þá vissi Jesús auðvitað fullvel, hvert svarið
mundi verða við því, sem hann spurði um. En hann spurði og fékk
svar blindu mannanna, til þess að fólkið í kring fylgdist sem bezt
með því, að kraftaverkið gerðist, er hann snart augu þeirra og þeir
fengu aftur sjónina. (Matt. 20., 32.—34.).
Skýrast kemur þetta þó fram við gröf Lazarusar (Jóh. guðspj.
11. kafla). Fyrst spyr Jesús: „Hvar hafið þér lagt hann?“ (34. gr.).
Hann vissi eins vel um það, hvar Lazarus hafði verið lagður, eins
og hann vissi það, áður en hann lagði af stað til Betaníu, að Lazarus
væri þá dáinn, eins og hann þá sagði lærisveinum sínum. En athygli
fólksins skyldi vakin og fólkið átti að koma að gröf Lazarusar, sern
þarna var statt. Til hvers? Það sézt af þakkarbæn Jesú til Föður-
ins: „Faðir, ég þakka þér, að þú hefir bænheyrt mig. Ég vissi að
sönnu, að þú ávallt bænheyrir mig, en vegna mannfjöldans, sem
stendur hér umhverfis, sagði ég það, til þess að þeir trúi, að þú hafir
sent mig.“ Síðan vakti Jesús Lazarus upp til lífs með guðlegum
myndugleika, þegar athygli fólksins hafði verið vakin á, hvað gerð-
ist. Enda tóku margir trú ó Jesúm við það tækifæri.
Guði var umhugað um, og því taldi Jesús það mjög nauðsynlegt,
að sem flestir vissu greinilega um þau kraftaverk, sem Jesús gerði,
Þl þess að allir gætu vitað, að Kristur Jesús kom í heiminn til að
frelsa synduga menn (I. Tímóteusarbréf, 1. kafli). Og Jesús sagði