Norðurljósið - 01.01.1971, Page 114
114
NORÐURLJ ÓSIÐ
ÉG TRÚI Á KRAFTAVERK
EFTIR KATHRYN KUHLMAN.
Ellefu sögur hafa áður birzt í Nlj. úr bók K. Kuhlman: „Ég trúi
á kraftaverk“. Nú birtast sögur í viðbót.
12. BARNIÐ HENNAR FRÚ FISCHER.
Guðsþjónustan átti aldrei að hefjast fyrr en kl. 7 að kvöldi.
Eigi að síður, á slaginu 4, mátti sjá litla stúlku, um það bil 12 ára
gamla, standa í mannfjöldanum mikla, er safnaðist saman úti fyrir
dyrum Carnegie salsins. Eins og hundruðin hin beið þetta barn eftir
því, að dyrunum væri lokið upp. Á því andartaki æddi hún áfram
til að ná í sæti. Þar sat hún svo í þrjár stundir og yfirgaf sætið ekki
andartak. Hún hreyfði höfuðið aðeins til að gá að dyrunum á saln-
um.
Nákvæmlega kl. sjö kom inn kona, sem bar barn. Höfuð þess var
vandlega hulið, en hulan gat þó ekki alveg dulið, hve hræðilega
það var vanskapað. Bamið var þjáð af vatni á heilanum.
Um leið og telpan sá konuna, var hún vön að standa upp og veifa
hendinni. Þá tróð konan sér í gegnum þröng þeirra, er stóðu, til
hennar. Lét hún þá móður sína fá sætið, en sjálf stóð hún þessar
þrjár stundir, meðan guðsþjónustan var.
Það var ekki fyrr en mánuðum síðar, að ég komst að því, að telp-
an, Helen Fischer, var tólf ára og elzta harn foreldra sinna, en
börnin voru sjö systur. Helen kom beint úr skólanum án þess að fá
matarbita, meðan móðir hennar var heima og tók til kvöldverðinn
handa fjölskyldunni.
Helen vissi, að móðir hennar gæti ekki fengið sæti, ef hún færi
heim að borða. Lltilokað var, að móðir hennar gæti staðið í þrjár
stundir með þungt barn í fanginu. Helen var því að hjálpa til með
því að koma löngu fyrr og tryggja móður sinni sæti.
Raunverulega var þetta meira en hjálp. í raun og veru var hún
að fórna sjálfri sér í Jesú nafni, til þess að litla systir hennar gæti
fengið lækningu.
Allt til þessa dags er það einlæg trú mín, að telpan unga hafi
verið lykillinn að lækningunni markverðu, sem átti sér stað.