Norðurljósið - 01.01.1971, Page 119
NORÐURLJÓSIÐ
119
Þetta barn var einu sinni svo illa á sig komið líkamlega, að það gat
ekki snúið sér við í rúminu, hvað þá haft nokkra von um að ganga.
Þetta barn var samkvæmt læknisrannsókn ólæknandi fábjáni.
„Hún er greindust af öllum börnunum mínum,“ segir hreykin og
þakklát móðir hennar. „Hún fær alltaf fyrstu einkunn í skólanum.“
Hún er eins fögur og hún er greind. Sjón hennar er í fullkomnu lagi
eins og hugur hennar, líkami og allar hreyfingar.
Börnin öll í Fischers fjölskyldunni eru nátengd hverju öðru. En
nátengdastar eru þó litla systir, sem er 12 ára gömul, og stóra systir,
sem er nú 25 ára. Samband þeirra er óvenjulega náið.
Frú Fischer kemst þannig að orði um þær: „Guð hefir dregið þær
ofurlítið nær hvor annarri en nokkrum öðrum.“
Guð heiðraði trú 12 ára gamals barns. Hann snart af miskunn
sinni stórgallað barn, sem var systir hins, og gerði hana alheila á
öllum sviðum, til þess að hún mætti lifa og starfa honum til dýrðar.
„Sjá, ég er Drottinn, Guð alls holds, er mér nokkur hlutur um
megn?“ (Jerem. 32. 27.)
Svarið er NEI! Við hjarta trúar þinnar, við hjarta trúar vorrar,
er persóna, persónan Jesús Kristur, sannur sonur hins lifandi Guðs.
Hans er ríkið og mátturinn, allur mátturinn. Hið eina, sem takmark-
ar mátt hans er innra í þér sem einstaklingi. Allur mátturinn er hans,
og HANS SKAL VERA ÖLL DÝRÐIN.
Frúrnar þrjár
Þrjár konur ganga í röð. Hin fyrsta er frú Staðreynd. Hún gengur
með föstum, styrkum skrefum. Enginn getur staðið í vegi fyrir
henni. Hún er mjög fastlynd, jafnvel þrálynd, kona. Næst henni
gengur frú Trú. Á henni er svipur aðdáunar og ánægju. Henni fylg-
ir svo frú Tilfinning. Það er regla. Hún kemur ævinlega næst á eftir
frú Trú.
Setjum nú sem svo, að frú Trú snúi sér við og horfi á frú Til-
finningu. Þá getur hún með engu móti séð frú Staðreynd.
Leyfið mér að segja ykkur sögu. Hún er af ungri stúlku, sem
alltaf var mjög eymdarleg á svipinn, af því að hún gat ekki fundið,