Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 120
120
NORÐURLJ ÓSIÐ
að hún væri frelsuð. Maður nokkur var beðinn að tala við hana, og
hann sagði:
„Þér hafið ferðazt langa leið í dag, ungfrú?“
Hún svaraði: „Um þrjátíu og átta kílómetra.“
„Borðuðuð þér morgunverð áður en þér fóruð?“
„Já, ég borðaði kl. sjö.“
„Hvort funduð þér, að þér hefðuð neytt matar áður en þér neytt-
uð hans eða á eftir?“
Svipur hennar sýndi, að hún var í vafa um, hvort hún ætti að
svara svona heimskulegri spurningu.
„Segið mér það. Þetta er góð spurning. Svarið henni óhikað.“
Hún mælti: „Auðvitað fann ég það á eftir, að ég hafði neytt morg-
unverðar.“
„Alveg rétt. Þetta svar vildi ég fá. Þannig verðið þér fyrst að
veita hjálpræðinu viðtöku, og síðan munuð þér finna, að þér hafið
öðlazt það.“
Hún fór að gráta og sagði: „Eg get ekki tekið á móti því?“
„Af hverju ekki?“
„Af því að ég finn það ekki.“
„Vissulega getur þú ekki fundið það áður en þú tekur það. Það
hefir verið séð um, að hjálpræði væri til handa þér, af því að þú ert
syndari, þú sjálf. Guðs orð segir okkur, að Jesús kom til að frelsa
syndara. Þetta er handa þér. Taktu það.“
„Hvernig get ég tekið það?“
„Hvernig? Með því að þakka Guði fyrir það. Þetta er hin venju-
lega aðferð, þegar tekið er við gjöf.“
„Hvað? Á ég að gera það áður en ég finn það?“
„Vissulega, því að þú þakkar ekki Guði fyrir tilfinningar þínar,
heldur fyrir gjöf hans. Þakkaðu honum fyrir hana.“
„O, ég hefi aldrei skilið það,“ sagði hún. „Drottinn, ég þakka þér
fyrir þína miklu elsku, að láta son þinn deyja í staðinn fyrir mig.“
Er hún hafði nú einu sinni tekið þessa afstöðu, hélt hún áfram að
þakka Guði. Hún öðlaðist brátt frið og gleði í trúnni á Drottin. Það
var ekki trú á gleði og tilfinningar, heldur trú á Drottin. Nú gengur
hún í Ijósinu og nærist á honum, er segir í orði sínu: „Ég er brauð
lifsins. Þann mun aldrei hungra, sem kemur til mín og þann aldrei
þyrsta, sem trúir á mig.“ (Jóh. 6. 35.)