Norðurljósið - 01.01.1971, Side 122
122
NORBURLJ ÓSIÐ
rætast til fulls. En spádómarnir ná lengra. 'Þeir ná til þess tíma, þeg-
ar Egiftar og ísrael semja frið og leggja niður fornan fjandskap.
Þá mun Drottinn blessa Egifta og segja: „Blessuð sé þjóð mín Egift-
ar.“ Ef til vill verður þá stíflan mikla rofin og Níl látin flæða yfir
landið sem fyrr. (Þýtt að mestu úr The Flame.)
ÉG TRÚI Á KRAFTAVERK
EFTIR KATHRYN KUHLMAN.
14. PAUL GUNN.
Á forsíðu sunnudagsblaðs „Pittsburgh Press“ 1. júní 1956 gat að
líta þessa fyrirsögn: „Lœknurn sagt að segja ekki, að vonlaust sé
um krabbameinssjúkling.li Greinin hljóðaði svo:
„Læknum hér var sagt í gær að hætta að segja ólæknandi krabba-
meinssjúklingum, að engin von væri um þá. The Pittsburgh Medical
Bulletin (opinbert málgagn læknafélags) í Alleghany-fylki varar
lækna við að vera dómarar um örlög manna, því að enginn getur
sagt, hvenær einhver deyr. Jafnvel þegar allar læknisfræðilegar sann-
anir benda til þess, að vonlaust sé um einhvern sjúkling, verður
læknir að muna, að vilji Guðs og lítið skilin starfsemi mannslíkam-
ans, geti gripið fram í sjúklingi til góðs. Lífeðlisfræðilegt starf
mannslíkamans og vilji Guðs, sagði fréttablað læknanna, getur leyft,
að lífið haldi áfram og heilsubót og vellíðan að vissu marki í sum-
um tilfellum, þótt sjúkdómsgreining og reynsla útiloki alla von. Þess
vegna skulum vér ekki vera dómarar um örlög manna og kveða upp
algerlega vonlausan úrskurð, þótt sannanir í þá átt séu fyrir hendi,
þar sem til eru kraftar og atriði, sem eru fyrir utan skynsvið vort,
sem geta veitt sæmilega þægilega tilveru þrátt fyrir ómótmælanleg-
ar sannanir fyrir hinu gagnstæða.“
Það er ekki of mikið að trúa því, að aukin viðurkenning lækna á
lækningum eins og þeim, er Paul Gunn fékk að reyna, hafi ýtt undir
ofanskráðar fullyrðingar læknisins, sem er ritstjóri þessa lækna-
fréttablaðs. Paul Gunn er næturvörður í þjónu3tu Mesta Machine
Company í Pittsburgh.
Það var 28. sept. 1949, að hr. Gunn veiktist af víruslungnabólgu