Norðurljósið - 01.01.1971, Síða 123
NORÐURLJÓSIÐ
123
og var fluttur í sjúkrahús. Hann náði sér ekki aftur. Vinstra lungað
varð ekki hreint, hvað sem gert var. Læknar hans urðu tortryggnir
og létu hann fá mjög nákvæma skoðun. Niðurstaðan varð ómótmæl-
anleg: lungnakrábbi á háu stigi.
Lungað var orðið svo illa farið, að læknarnir skipuðu að taka
sýkta lungað í burtu og fimm rif.
Paul þurfti ekki úrskurð lækna til að vita, að hann væri afskap-
lega veikur. Hann hafði létzt um 36 kg. Hann var sífellt að skyrpa
út úr sér blóði að deginum. Á nóttum renndi hann niður miklu
blóði, sem fór niður af honum á morgnana. Hann var sí-þjáður.
„Lungað í mér brann alltaf,“ segir hann, „eins og einhver log-
suðutæki væru hið innra með mér. I hvert skipti, sem ég andaði út
um munninn, varð ég undrandi á því, að enginn eldur kom. Þrýsti
nokkur á vinstri síðu mér, þá var sem holdinu væri haldið í loga.
.... Eg sat uppi og hélt náttjakkanum frá brjóstinu.“
Meðan Paul var í sjúkrahúsinu, komu margir vinir hans að finna
hann. Þeim blöskraði útlit hans og augljóst ástand. Sumir þeirra
minntust á hið dásamlega verk Guðs, sem var að gerast í Carnegie
salnum.
„Guðdómlegar lækningar voru mér engar nýjungar,“ segir Paul,
„svo að þeir þurftu ekki að hafa fyrir því að selja mér þá vöru.
Ég vissi, hvað Guð gat gert, ef vér aðeins leggðum fram trú vora.“
En trúin án verka er dauð, svo að þeir spurðu, hvort ekki væri allt í
lagi, að þeir sendu beiðni um fyrirbæn til Kathrynar Kuhlman.
Þetta var ekki einungis „allt í lagi“, heldur sendu þau hjónin
einnig sína beiðni um fyrirbæn á sama tíma.
Nú var ástand hans orðið svo slæmt, að fjölskylda hans bjóst ekki
við, að hann lifði, hvað sem liði bænum og læknisaðgerðum, unz
hann ætti afmæli næsta 23. október. Læknarnir höfðu sagt tvímæla-
laust, að burttekt lungans gæti ekki tryggt lækningu hans. Þetta væri
hið eina, sem hugsanlega gæti bjargað lífi hans. Til þess að vera viss
um, að Paul fengi enn eina afmælisveizlu, bakaði kona hans litla
afmælisköku handa honum og fór með hana, skreytta logandi kert-
um, í sjúkrahúsið. Þetta var viku fyrr en var afmælisdagurinn.
Daginn eftir spurði Paul læknana að því, hve skjótt þyrfti að
framkvæma aðgerðina. Honum var sagt, að læknisaðgerðin yrði að
fara fram innan sjö daga. Væri henni frestað lengur, væri það sam-
hljóða álit læknanna, að hann ætti enga lífsvon.