Norðurljósið - 01.01.1971, Qupperneq 129
NORÐURLJÓSIÐ
129
Jón talaði látlaust við hann, til þess að hann skyldi ekki
taka eftir því, að hinir voru horfnir, og færi svo að snúa við
eins og þeir.
Allt í einu sagði Sören: „Eg held ég fari ekki lengra.
Allir hinir eru horfnir, og ég vil heldur fylgja þeim.“
Nú kviknaði eldur í augum Jóns.
„Nei“, mótmælti hann. „Þú verður að koma inn. Þú mátt
trúa því, að það verður skemmtilegt, og þú heyrir um
Jesúm.“
Hann dró nærri því Sören með sér. En þegar Sören sá öll
hin velbúnu börn, fór hann að hörfa frá.
„Nei, ég vil ekki“, sagði hann, „ég fer heim.“
„Nei, það gerir þú ekki.“
„Jú, en sjáðu, hvað öll hin börnin eru vel búin, og ég er
ekki svo mikið sem í jakka. Eg fer heim undir eins.“
„Þú getur fengið jakkann minn,“ sagði Jón. Hann flýtti
sér úr honum og fékk Sören hann. „Hér er hann. Þér er vel-
komið að eiga hann.“
Þá hafði Sören engar fleiri afsakanir. Notalegt var að vera
í jakkanum, og honum fannst, að hann gæti ekki látið það
spyrjast, að hann drægi sig í burtu. Þeir gengu svo inn í sal-
inn ásamt fleiri börnum. Jón var hróðugur sem konungur yfir
því, að hann hafði fengið nýjan dreng með sér í sunnudaga-
skólann, og það gladdi hann að sjá, hve vel Sören tók eftir,
hlustaði vel á.
Sören tók sannarlega vel eftir. Honum fannst þetta svo
brífandi. Því hafði hann aldrei búizt við. Upp frá þeim degi
tók Jón alltaf Sören með sér á hverjum sunnudegi í sunnu-
dagaskólann.
„Þið haldið ef til vill, að þetta sé tómur tilbúningur?“
spurði sunnudagaskólakennarinn, sem staðið hafði og sagt
frá þessu. „Nú skal ég segja ykkur það, að fátæki Sören er
ég- Drengurinn, sem gaf mér jakkann, var enginn annar en
Jón Paton, kunnur og elskaður trúboði suður í Nýju-Suður-