Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 130
130
NORÐURLJÓSIÐ
eyjum, þar sem hann segir mörgum, fátækum, heiðnum börn-
um frá Jesú, sem elskar þau öll.“
Það er ekki ólíklegt, að börnin í sunnudagaskólanum hafi
hlustað helmingi betur á, þegar þau heyrðu, að fátæki dreng-
urinn var sjálfur sunnudagaskólakennarinn.
Þessi atburður gerðist á Englandi, en það er orðið langt
síðan þetta átti sér stað.
2. HVAÐ ER RÉTTAST?
Ólafur hafði fengið eitthvað til að hugsa um, er hann var
1 skólanum. Kennarinn hafði rætt um mismunandi trúar-
brögð, múhameðstrú, búddatrú og fleiri. Börnin og hann
fóru svo að tala um, hvor trúin væri réttari, múhameðstrúin
eða kristna trúin.
„Ég held því fram, að þær geti báðar verið jafngóðar,“
hafði Ólafur sagt. „Enginn getur sagt um það með vissu, að
trúin hans sé hin eina rétta.“
Spurningin barðist um í huga hans. Hann var í bardaga-
skapi, er hann gekk inn í eldhúsið heima hjá sér.
„Jæja, hver er þá allra réttust?“ sagði hann hátt.
Foreldrarnir litu við. Þau vissu ekki, hvað um var að vera.
„Hvað er að hrjótast um í þér, getum við ekki fengið að vita
það?“ spurði faðir hans.
Olafur sagði frá því, sm gerzt hafði í skólanum, og hreyk-
inn sagði hann, hverju hann hefði svarað kennaranum.
Faðir hans sat þögull litla stund og hugsaði sig um. Síðan
sagði hann: „Manstu enn, þegar við vorum síðast í Kaup-
mannahöfn og vorum í dýragarðinum? Manstu eftir öpun-
um? Þú hafðir þá svo mikinn áhuga fyrir þeim, að þú komst
varla lengra?“
Ólafur mundi eftir öpunum, hve hrifinn hann hafði verið
af þeim. Hann hafði undrazt mest af öllu, hvað þeir voru