Norðurljósið - 01.01.1971, Síða 135
NORÐURLJÓSIÐ
135
„Ég get líka búið matinn til,“ bætti hún við hreykin.
Hún gat það, vissu foreldrar hennar líka, að hún hélt það,
sem liún lofaði.
„Fólk á aldrei að gefa loforð, sem það ætlar ekki að
halda,“ sagði Lis fullorðinslega. Auðvitað er það rétt.
Páll var ekki á móti því að vera einn heima með systur
sinni. Honum þótti mjög væntum hana, svo að sú hlið máls-
ins var í lagi.
Foreldrarnir bjuggust til að leggja af stað. Þau kvöddu
börnin með kossi og sögðu: „Verið þið nú góð og indæl börn
og biðjið Guð að hjálpa ykkur.“
Þetta ætluðu börnin að gera og veifuðu hrifin til foreldra
sinna, er þau fóru af stað.
Páll lék sér úti við og aðhafðist ýmislegt. Lis fékk sig
ekki tii þess að s'kamma hann, því að hann var svo indæll.
Hún bjó til miðdegismatinn. Það voru rauðar pylsur. Þeim
báðum þóttu þær góðar.
„Þetta er nú gott á bragðið“, sagði Páll og hámaði þær
í sig. „Þetta er bezt af öllu, sem ég þekki,“ svaraði Lis.
Allt gekk vel, en meðan börnin borðuðu, heyrðu þau, að
brunabifreiðin kom blásandi.
„Heyrðir þú, að hún stanzaði hérna rétt hjá,“ sagði Páll.
Bæði börnin stukku á fætur til að sjá, hvar væri að brenna.
Það var hjá nágrönnum þeirra. Slökkviliðsmennirnir fóru
undir eins að slökkva, en fólkið hópaðist saman umhverfis
þá. Slökkviliðsmennirnir skömmuðust, af því að fólkið færði
sig ekki frá, svo að þeir kæmust að. En fólkið var komið til
að hjálpa, svo að það var ekki fúst á að fara frá. Nágrann-
arnir voru komnir út úr húsinu, en húsgögnin þeirra brunnu
flest inni.
„Hvað þetta er leiðinlegt fyrir þau,“ sagði Páll og tróð
sér upp að Lis.
„Já, það var leiðinlegt,“ sagði Lis annars hugar. Hún
stóð og horfði á neistana, sem flugu um kring. Hún varð