Norðurljósið - 01.01.1971, Side 136
136
NORÐURLJÓSIÐ
hrædd um, að eldurinn gæti ef til vi'll einnig kveikt í húsinu
þeirra. Það var ekki langt á milli húsanna, og mamma henn-
ar hafði beðið hana að líta vel eftir húsinu.
Páll horfði áhyggjufullur á hana. Síðan tók hann fast í
hönd hennar og sagði: „Eigum við ekki að biðja Jesúm að
gæta hússins okkar?“
Það fannst Lis líka. Hún var alltaf vön að biðja til Jesú.
Það höfðu pabbi hennar og mamma kennt henni. Þau báðu
alltaf, ef eitthvað kom fyrir. Börnin gerðu svo það, sem þau
voru alltaf vön að gera áður en þau fóru að hátta. Þau krupu
á kné og báðu Guð innilega, að hann vildi varðveita húsið
þeirra. Það truflaði þau ekkert, að sumir ýttu við þeim,
af því að þau voru fyrir þeim. Páll svaraði aðeins, að þau
bæðu til Guðs, og til þess hefðu þau leyfi. Þannig lágu þau
um stund. Þá sagði Páll: „Nú lítur Jesús eftir húsinu okk-
ar.“
Eldurinn geisaði stöðugt í húsi nágranna þeirra, en Lis
tók eftir því að neistarnir fuku ekki lengur yfir húsið þeirra.
Hún skildi þá, að Guð hafði bænheyrt þau.
Þegar foreldrarnir voru komnir heim, áttu hörnin annríkt
við að segja frá því, sem þau höfðu fengið að reyna. Þau
töluðu hvort í kapp við hitt. Bæði vildu vera fyrst að segja
fréttirnar. Pabbi þeirra og mamma glöddust, meðan börnin
sögðu frá. Þegar þau náðu naumast andanum lengur, gripu
pabbi og mamma fram í og sögðu: „Finnst ykkur ekki, að
við ættum að þakka Guði, fyrst bann hélt hendi sinni yfir
ykkur?“ Börnunum fannst það. Þau báðu saman, og á eftir
sungu þau: „Enginn þarf að óttast síður en Guðs barna skar-
inn fríður.“
Nú skildi Lis, hvað þetta átti vel við, sem stóð í sálmin-
um.