Norðurljósið - 01.01.1971, Page 138
138
NORÐURLJÓSIÐ
auga á mann. Hann er indæll og vingjarnlegur að sjá. Hann
lieyrir, að þessi maður býður í hann, svo að hann þorir
naumast að anda af spennu.
Það varð þessi vingjarnlegi maður, sem bauð hæst. Er
kaupin voru fullgerð, var hann leiddur til þessa nýja hús-
hónda síns. Hann tók í hönd honum og fór með hann heim til
sín. Þar fékk hann honum pappírsblað og sagði: „Sjáðu til,
drengur minn, þetta átt þú að eiga. Þú verður að geyma þetta
blað vel, því að það stendur á því, að þú ert frjáls og mátt
ferðast hvert, sem þú vilt, um heiminn.“
Drengurinn gat alls ekki skilið, hvað hafði gerzt. Það var
tekið á móti honum sem væri hann sonur í heimilinu. Hann
var settur í skóla og lærði margt. Loks, þegar hann var orð-
inn fullorðinn, skildi hann, hvað það gildir að eiga frelsis-
bréf. Hann var frjáls til að ferðast, þegar hann vildi. Þá lærði
hann að þakka vingjarnlega manninum fyrir allt, sem hann
hafði gert fyrir liann. Með frelsisbréfið í vasanum fór hann
seinna út í heiminn.
Þorbeinn hafði setið þögull. Nú fór hann að skilja, hvaða
gildi það hefir, að Jesús hefir keypt okkur frelsi, svo að við
getum verið frjáls og hamingjusöm börn hans. Ræðumaður-
inn skýrði það svo á eftir, að þetta væri saga hans sjálfs.
Þannig hefði Jesús keypt honum lausn frá syndinni, bæði
hann og alla aðra. Sérhver maður hefir leyfi til að þjóna
Jesú af fúsum og frjálsum vilja.
„Skilur þú nú, drengur minn, þegar afi fékk frelsi, gat
hann aldrei gleymt að þakka manninum, sem hafði keypt
honum frelsi. Hann þakkaði ekki, af því að hann væri neydd-
ur til þess. Hann þakkaði af hreinni hamingju og gleði, af
því að hann mátti vera sem sonur í húsinu.“
Nú skildi Þorbeinn vel, hvað gerðist, þegar Jesús keypti
okkur frelsi.