Norðurljósið - 01.01.1971, Síða 139
NORÐURLJÓSIB
139
6. LYKILL AÐ HIMNINUM.
Lítil bjalla leikfangasalans hljómaði. Til hennar heyrðist
niður á enda götunnar. Nú nam hann staðar við hús fjöl-
skyldu Lams. Þar setti hann körfurnar sínar niður við inn-
ganginn. Hann var umkringdur af börnum eftir stutta stund.
Leikföngin voru máluð með skemmtilegum litum. Þar var
margt skemmtilegt, t. d. litlir fuglar í búri, vísundar, tígrís-
dýr og ljón. Þar voru líka konur, sem riðu á ösnum. Þar voru
líka skurðgoð, því að kínversk börn áttu oft sín eigin skurð-
goð.
Föniks, 7 ára telpa í fjölskyldu Lams, keypti lítinn vísund
og fugl í búri. Hún horfði hrifin á nýju leikföngin sín. Hún
ætlaði að hlaupa með þau inn í húsið. Þá heyrði hún aftur
litla bjöllu hringja. Það var maðurinn, sem seldi sleikjur, er
tilkynnti, að hann væri í nánd. Hann var með fleira en sleikj-
ur í körfunum stóru tveimur. Hann hafði líka búið til mynd-
ir úr sykurefninu. Hann gat búið til marga litla sykur-hunda,
sykurfugla og fleira. Börnin stóðu og horfðu á, og vatn kom
í munninn á þeim. Föniks gat ekki staðizt sætindi, svo að hún
keypti sykurhund. Stór bróðir hennar, sem bar nafnið „Him-
insgjöfin“, hló, er hann sá, hvað systir hans keypti. Vasa-
peningar voru lionum dýrmætir. Hann vildi ekki láta þá fyr-
ir það, sem leið svo fljótt undir lok. En hann var nú líka
ellefu ára!
Við götuendann heyrðist enn nýtt hljóð. Hvað mundi sá
maður hafa til sölu? Börnin biðu til að sjá það. Hann nam
líka staðar fyrir framan dyrnar hjá fjölskyldu Lams. Hann
tók síðan undarlegt verkfæri úr kassa. Hann fór að spila á
það. Slíka tónlist höfðu þau Föniks og „Himinsgjöfin“ aldrei
heyrt. Hann teygði verkfærið sundur og saman og notaði
fingurna til að ýta á litla hnappa með þeim! Þetta var eins
konar dragspil. Hópur manna safnaðist fljótt umhverfis
hann. Frú Lam kallaði Föniks þó fljótt inn í húsið og lokaði