Norðurljósið - 01.01.1971, Síða 140
140
NORÐURLJÓSIÐ
dyrunum, en „Himinsgjöfin“ stóð kyrr úti. Maðurinn lék
tvö eða þrjú lög. Eitt þeirra þekktu áheyrendur vel, en orðin
voru önnur en þau, sem þeir kunnu, er hann söng. Svo fór
hann að tala við þá um „vörur“ sínar. „Hvað skyldi það vera,
sem hann selur?“ hugsaði „Himinsgjöfin“. Hann var ekki
svo hár, að hann gæti séð það, því að margir stóðu fyrir fram-
an hann. Eftir allmikla áreynslu gat hann „troðið sér í gegn
um“, svo að hann komst fast að manninum. Okunni maður-
inn var bóksali, og hann seldi bók, sem hét: „Leiðarvísir til
himneska heimilisins“. Um leið og hann hélt guðspjalli Jó-
bannesar hátt á loft, lyfti hann upp hendinni og hrópaði:
„Jesús er lykillinn að himninum! Lestu þessa bók, þá fær þú
frið í hjarta þitt og finnur veginn til hins himneska staðar.“
„Hver er Jesús?“ hugsaði „Himinsgjöfin“. Hann hafði
heyrt um Búddha og Konfúsíus, en hver var þessi Jesús?
Er hér var komið, var mannfjöldinn tekinn að dreifast.
„Himinsgjöfin“ gekk enn nær bóksalanum. „Vilt þii kaupa
bók?“ spurði ókunni maðurinn. Drengurinn stakk hendinni
niður í vasa sinn til að ná í pening. Hann hugsaði um leið,
að gott hefði það verið, að hann lét ekki peningana sína fyrir
leikföng eða sælgæti. Bók var betri. Afi var orðinn gamall,
og það mundi vera gott fyrir hann að heyra um veginn til
himinsins. Hann rétti þá fram höndina eftir bókinni og fékk
manninum peningana.
Upp og niður blaðsíðurnar, sem ritaðar voru með kín-
versku letri, fóru fingur hans, meðan hann las um veginn til
himinsins. Hann var duglegur að lesa; en hann skildi samt
ekki allt, sem þessi litla bók fjallaði um. Er hann loks hafði
lokið við að lesa hana alla, hljóp hann inn í húsið, og kall-
aði um leið: „Sjáðu, afi, ég hefi hérna lykilinn að himnin-
um!“ Hann þrýsti síðan bókinni í titrandi hendur gamla
mannsins. Afi leit á bókina, en augu hans voru döpruð af
elli, hann sagði því við drenginn: „Lestu hana fyrir mig og
láttu mig heyra, hverju hún segir frá.“