Norðurljósið - 01.01.1971, Síða 142
142
NORÐURLJÓSIÐ
mikla gleði í hjarta mínu, sem ég lieíi aldrei áður þekkt.:‘
Þannig lauk hann frásögn sinni.
Augun hans afa fylltust af tárum, meðan hann hlustaði á
orð lífsins. „Er þetta satt orð?“ spurði hann. „Hvers vegna
hefi ég aldrei fyrr heyrt um lykilinn að himninum? Nú er
ég nærri orðinn 90 ára, en þetta er í fyrsta sinn, er ég heyri
um Jesúm.“
„Já, pabbi,“ sagði föðurbróðir nr. 7, þú hefir mátt bíða
lengi áður en þú fékkst þessar góðu fréttir. En sannleikurinn
kom til þín að lokum. Jesús er vegurinn, sannleikurinn og
lífið. Hann er lykillinn að himninum; og ef þú trúir á hann,
muntu lifa í friði um alla eilífð.“
Á hverjum degi, þegar drengurinn kom heim úr skólanum,
sagði afi: „Komdu með bókina. Lestu fyrir mér lífsins orð,
sem gefa mér lykilinn að lnmninum. Áður en föðurbróðir nr.
7 þurfti að leggja af stað í nýja ferð upp fljótið, hafði afi
fundið veg lífsins.
„Það er gott, ég hefi lært að þekkja Jesúm,“ sagði hann,
„því að nú á ég frið alveg inn í hjarta mitt. Slíkt og þvílíkt,
ef ég hefði dáið án þess að fá að vita, að Jesús er vegurinn til
himinsins.“
Svo klappaði afi „Himinsgjöfinni“ á vangann, brosti til
hans og sagði: „Það voru góð kaup, sem þú gerðir daginn
þann, er þú keyptir bókina um Jesúm, sem er vegurinn til
himinsins.“
Bækur, fáanlegar á afgreiðslu Norðurljóssins: „George
Muller, ævisaga“, 384 bls., 50 kr. „Kenningar frá öðrum
heimi“, 56 bls., 20 kr. „Landið, sem ég elska mest“, 125 kr.
\ekjandi bók eftir Oswald J. Smith. Póstgjald bætist við.
Þær fást, eins og „Daglegt ljós“, hjá frú Soffíu Sveinsdóttur,
Miðtúni 26, Reykjavík, og hjá frú Sigríði Sigurbjörnsdóttur,
Skólaveg 3, Keflavík.