Norðurljósið - 01.01.1971, Side 144
144
NORÐURLJÓSIÐ
ins. Miklu fleiri spádómar hafa ekki komið fram ermþá. Þess vegna
hlýtur Drottinn að koma aftur. Lúk. 1. 32., Jes. 9. 7., Jer. 23. 5.
Þegar Drottinn fór burt, gaf hann þetta huggunarríka fyrirheit:
„ÉG KEM AFTUR.“
Þegar hann yfirgaf lærisveina sína á Olíufj allinu, — meðan hann
steig upp gegnum himnana — sendi hann tvo himneska sendiboða
til að segja þeim: AÐ HANN KÆMI AFTUR Á SAMA HÁTT og
þeir höfðu séð hann fara. Post. 1. 11.
Þetta er vor sæla von allt til dýrðar-opinberunar hans. Tít. 2. 13.
ALVARLEG AÐVÖRUN TIL HEIMSINS:
Hann kemur eins óvænt og ÞJÓFUR Á NÓTTU. Matt. 24. 43,
Lúk. 12. 39, 1. Þess. 5. 2, 2. Pét. 3. 10.
En hann kemur ekki á þann hátt til fólks Guðs. 1. Þess. 5. 4.
Andvaralausum og óviðbúnum sendir hann aðvörun. Opinb. 3. 3.
Fyrirheit hans er FYRIRHEIT KÆRLEIKANS. Hann kemur sem
RRÚÐGUMI EFTIR BRÚÐI SINNI. Matt. 25. 6.
„Er ég . . . hefi búið yður stað, kem ég aftur og tek yður til mín.
Jóh. 14. 3.
Ég mun sjá yður aftur, og hjarta yðar mun fagna. Jóh. 16. 22.
Hinn sami Jesús, sem elskar sína allt til enda. Jóh. 13. 1. Post.
1. 11.
Huggið hver annan með þessum orðum. 1. Þess. 4. 18.
Andinn og brúðurin segja „Kom þú,“ Op. 22. 17. Það er kær-
leiksríkt svar við kærleika brúðgumans.
Af kærleika til sonarins undirbjó faðirinn alla dýrðina. Matt.
22. 2., 2. Pét. 1. 17.
Hann mun láta öll fyrirheitin rætast vegna kærleikans. Jóh. 3. 35.
Drottinn Jesús gerir oss hluttakendur þessa kærleika með sér. Jóh.
17. 26.
Að því skapi, sem vér eignumst hann, mun gleði hins komandi
dags ljóma í hjörtum vorum.
Ég er STJARNAN SKÍNANDI, MORGUNSTJARNAN, segir
hann. Opinb. 22. 16.
Morgunstjarnan mun renna upp í hjörtum vorum. 2. Pét. 1. 19.
Vér munum þá „elska opinberun hans“ af kærleika til hans; og
fyrir það munum vér öðlast sveig réttlætisins. 2. Tím. 4. 8.
Síðasti kafli gamla testamentisins segir, að sólin mun renna upp.
í síðasta kafla nýja testam. er talað um skínandi stjörnu.