Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 150
150
NORÐURLJÓSIÐ
Þá fer að hefjast mikið, jarðneskt heimsveldi, Opinb. 13. 1.; ríki
Satans með takmarkalausri spillingu. Eftir þetta kemur fram annað
ríki, kirkjulegt, Opinb. 13. 11. Andkristurinn kemur fram. Syndin
magnast, og Satan verður tilbeðinn, Opinb. 13. 4.
Ekkert heldur aftur af spillingunni eða takmarkar hana, því að
Andinn er farinn, 2. Þess. 2. 6., 7., og söfnuður Krists með honum
til að mæta Drottni.
[Innskot ritstj. Hér virðist ekki koma nógu skýrt fram mikilvægt
atriði, sem gerist, að því er virðist, þegar ríki andkristsins er komið
með valdi. Höfundur víkur óbeint að þessu atriði seinna í þessum
kafla. Ritningin segir:
„Og ég sá annan engil fljúga um miðhimininn, og hélt hann á
eilífum fagnaðarboðskap, til að boða þeim, sem á jörðunni búa . . .
,Óttizt Guð og gefið honum dýrð . . . og tilbiðjið þann, sem gert hef-
ir himininn og jörðina, og hafið og uppsprettur vatnanna/ “ Opinb.
14. 6., 7. Boðskapur þessi er í fullu samræmi við trú Gyðinga á
Jahve, skapara himins og jarðar. Má því búast við, að þeir gefi
honum sérstakan gaum. Heldur nú áfram ritið]:
Sendiboðar hins nýja fagnaðarboðskapar fara af stað, Gyðingar,
sem snúizt hafa, fara hús úr húsi, allt til endimarka jarðar, Post. 1.
8., og predika fyrir allri skepnu, eins og Drottinn bauð oss, en vér
höfum vanrækt. Matt. 16. 15. Og þessi FAGNAÐARBOÐSKAPUR
UM RIKIÐ mun verða predikaður um alla heimsbyggðina. Matt.
24. 14. Heilagur Andi mun sendur út aftur utn alla jörðina. Opinb.
5. 6.
Vantrúaðir Gyðingar munu gera sjö ára sáttmála við andkristinn.
Hann leyfir þeim að taka landið á ný til eignar. Þegar þessi samn-
ingstími er hálfnaður, mun andkristur rjúfa sáttmálann. Hann setur
hásæti sitt í musterið og krefst þess, að hann verði tilbeðinn sem
guð. 2. Þess. 2. 4., Dan. 9. 27.
Fyrirskipað verður, að allir beri merki dýrsins sem tákn sáttmál-
ans. Dauðarefsing verður lögð á hvern þann, sem ber merkið ekki,
hvort sem þeir eru smáir eða stórir, ríkir eða fátækir.
Á þessum tíma hafa margir veitt viðtöku fagnaðarboðskapnum
nýja. Þeir vænta þess, að Kristur opinberist sem konungur. Þeir
vilja ekki tilbiðja dýrið. Margir verða píslarvottar. Opinb. 13.
15. —17.