Norðurljósið - 01.01.1971, Page 151
NORÐURLJ ÓSIÐ
151
Guð lýsir yfir ógurlegri refsingu, taki nokkur merki dýrsins.
Opinb. 14. 9.—11.
Menn verða sem á milli tveggja elda: annað hvort að deyja einu
sinni, líða dauða píslarvottsins, eða deyja tvisvar, líkamlega síðar,
en verða um eilífar aldir undir reiði Guðs.
HERFLOKKAR þjóðanna safnast saman umhverfis Jerúsalem.
(Þar verður líklega síðasta vígi trúar á Guð. Ritstj.) Lúk. 21. 20.
Borgin verður unnin. Sak. 14. 2. Þá mun birtast tákn Manns-sonar-
ins á himninum. Jesús, konungur heimanna, kemur í skýjum með
mætti og mikilli dýrð. Houm fylgja þá allir, sem áður voru teknir
til himins. Sak. 12. 10., Júd. 14.
HERSKARAR hans sigra umsátursmenn Jerúsalem. Dýrið og fals-
spámaðurinn eru teknir höndum og varpað lifandi í eldsdíkið.
Opinb. 19. 19., 20.
Þá munu Gyðingar kannast við, að Jesús, sem frelsaði þá, er hinn
krossfesti Messías þeirra, og þeir iðrast. Sak. 12. 10. og 13. 6.
Konungur Gyðinga, Jesús, setur dóminn yfir þjóðunum. Matt. 25.
31. Englar hans samansafna öllum réttlátum mönnum á jörðu til
hægri handar honum og vondum mönnum til vinstri handar. Matt.
13. 41., 25. 33.
HÁSÆTI DÝRÐAR HANS, Matt. 25. 31., verður sett í Jósafats-
dal, Jóel 3. 12.—17., á þeim stað, þar sem hendur vondra manna
bundu hann í garðinum Getsemane.
Niðurstaða dómsins.
Til hægri handar.
Allir, sem eru með Kristi.
Erfingjar ríkisins.
Eilíft líf.
Miskunn.
Sálm. 107. 1., 2. 136.
Til vinstri handar.
Menn á móti honum.
Vist í eilífum eldi.
Hinn annar dauði.
Engin miskunn.
Sálm. 77. 8., 9.
Þetta er hinn annar dómur. Hann gengur yfir þær þjóðir, sem þá
lifa á jörðinni, þegar Kristur kemur aftur. Trúuðu vinir, hversu ber
oss þá að framganga í heilagri breytni og guðrækni. 2. Pét. 3. 11.
Vér eigum að: Vitna um Krist. Aðvara ófrelsað fólk. Benda öðr-
um á Krist. Leiða aðra til hans.
Ófrelsuðu lesendur, vinir og kunningjar. Flýtið yður að fótum