Norðurljósið - 01.01.1971, Síða 159
NORÐURLJÓSIÐ
159
hungruðu, þá er sezt höjðu niður. í þessum orðum getur verið falið
það, að sumir hafi ekki hlýtt, ekki sezt niður. Þeir fengu þá ek'ki
neitt. Alger hlýðni við vilja Drottins og boð var leiðin að nægri
næringu og þar með styrk til að komast heim aftur.
Hlýðni fólksins, er settist niður, var upphaf þeirrar blessunar,
sem það hlaut. Frumsynd mannsins var óhlýðni, að hafna alveg
fyrirmælum Guðs. Kristnum manni, barni Guðs, ber að segja með
öllu skilið við þessa synd. Hlýðnin, sem við eigum að sýna Guði,
á að vera afdráttarlaus, refjalaus, skilyrðislaus. Kristur Jesús er
Drottinn. 2 Kor. 4. 5.
Benda verður á það, að lærisveinar Drottins hlýddu honum. Þeir
báru matinn til fólksins. Þeir settust ekki niður til að eta sjálfir,
en létu fólkið eiga sig. Allt of oft og almennt eru þeir, sem eiga
sjálfir lífið í Kristi, ánægðir með það, en gera lítið eða ekkert í þá
átt, að annað fólk heyri líka gleðiboðskap Drottins og frelsist.
2. LEITIN AÐ JESÚ.
Fólkið hafði hrifizt, er það sá þetta mikla tákn. „Þessi er sann-
arlega spámaðurinn, sem koma á í heiminn,“ sagði það. Svo ætlaði
það að taka hann með valdi og gera hann að konungi. Hann vék sér
frá því upp á fjallið. Lærisveinarnir fóru af stað á bátnum samkvæmt
skipun hans. Sjálfur kom hann svo gangandi yfir vatnið um nótt-
ina.
Daginn eftir kemur fólkið yfir til Kapernaum. Það er að leita að
Jesú. Þá hendir hann því á það, að Iiann getur gefið fæðu, sem
varir til eilífs lífs. (27. v.).
Fólkið hafði tekið á móti fæðunni, sem hann gaf því daginn
áður. Ekkert hafði það gert til þess að fá hana. Það aðeins tók á
móti því, sem Drottinn gaf. Á sama hátt hefði það átt að taka á móti
andlegu fæðunni frá Jesú, afla sér hennar með því að taka á móti
henni sem gjöf.
Fólkið vill ekki þiggja gjöf, það spyr: „Hvað eigum vér að
gera lil þess að vér vinnum verkin Guðs? (Það notar orðið verk
í fleirtölu á frummálinu). Drottinn svarar: „Þetta er verkið (frum-
málið) Guðs, að þér trúið á þann, sem hann sendi.“ Með þessu
sýnir hann, að það er aðeins eitt, sem maðurinn getur gert sér til
hjálpræðis: Að trúa á Jesúm, soninn, sem Guð sendi.
Fólkið spyr hann þá: „Hvaða tákn gerir þú, til þess að vér sjáum