Norðurljósið - 01.01.1971, Síða 161
N ORÐURLJ ÓSIÐ
161
taka sér bústaS bjá okkur, samkvæmt þeim fyrirbeitum, sem bann
hefir geficf. Opinb. 3. 20., Jóh. 14. 21.—23.
Neyzla fæðu merkir sameining fæðunnar og þess, er neytir henn-
ar. Neyzla Krists á þennan andlega hátt, sem hann talaði um, merk-
ir sameining við hann. „Sá, er samlagar sig Drottni, er einn andi
ásamt honum.“ 1. Kor. 6. 17.
Moldin opnar sig fyrir sáðkorni, fræi, af einhverri tegund. Fræið
spírar, festir rætur, skýtur upp blöðum, stöngli, blómum og fræjum.
Án fræsins verður moldin gróðursnauð. Án moldar verður fræið
ófrjósamt. Mold og fræ verða að mætast, sameinast. Þá kemur
ávöxtur.
Mannshjartað verður að opnast fyrir Kristi, taka hann inn í sig,
umlykja hann. Þá fer hann að lifa lífi sínu í hjartanu, innra mann-
inum. Merki þess fara að koma í ljós. „Kærleiki, gleði, friður, rétt-
læti, gæzka, góðvild, trúmennska, hógværð, sj álfsstj órn“ er hinn
nífaldi ávöxtur Andans, Krists, í hjarta mannsins, er opnaði sig og
tók á móti Jesú, sameinaðist honum og hélt áfram að vera í órofnu
sambandi við hann.
„Sá, sem etur og heldur áfram að eta hold mitt og drekkur og
heldur áfram að drekka blóð mitt, sá dvelur í mér og ég í honum,“
ei bókstafleg merking orðanna í Jóh. 6. 56.
Drottinn tekur upp þessa hugsun aftur í líkingunni um vínviðinn
og greinarnar í Jóh. 15. 1.—6. Lesendur eru beðnir að lesa þennan
kafla enn á ný.
ísrael var nefndur vínviður í gamla testam. Jes. 5. 1.—7. Hann
bar Guði ávöxt, Hósea 10. 1., með því að útbreiða þekkingu á sönn-
um Guði meðal heiðinna þjóða. En hann féll frá Guði, steyptist
vegna misgerða sinna. Guð hafnaði þeim. Hós. 9. 17. Hós. 5. 5. Guð
fékk sannan vínvið, þar sem Drottinn Jesús var. Hann er hinn trúi
og sanni vottur Guðs. Opinh. 3. 14.
ísrael hætti ekki að vera til, þótt hann missti þessa tignarstöðu:
að vera vínviður Guðs hér á jörðu og hera honum ávöxt. Greinin á
Kristi, sem ekki ber ávöxt, verður tekin burt (ekki sniðin af, eins og
stendur í ísl. þýð.) Hún gegnir ekki hlutverki sínu. Slíkt Guðs barn
getur haldið áfram að lifa, en er Guði gagnslaust sem vottur hans.
En synd þess getur líka verið þess eðlis, að Iífi þess sé kippt burt af
iörðinni. Post. 5. 1,—11. 1. Kor. 11. 23.-32.
Hver er sá ávöxtur, sem Guð getur vænzt af okkur, hörnum sínum?