Norðurljósið - 01.01.1971, Qupperneq 163
NORÐURLJÓSIÐ
163
Förin í Surtshelli
Margir eiga minningar um vornætur eða sumarnætur bjartar,
svalar eða hlýjar eftir atvinkum. Slíkar nætur koma við sögu hér.
Vetuma 1925—1926 og 1926—1927 vann ég hjá Arthur heitnum
Gook á Akureyri. Sagði ég honum sitt af hverju, meðal annars frá
ferðum mínum upp að Arnarvatni hinu mikla og Réttarvatni.
Minnzt var þá líka á Surtshelli, og kunn var honum sagan um skóla-
piltana 18, sem átt höfðu að vera þar sem útilegumenn. Allt þetta
tal varð til þess, að honum óx sú löngun í brjósti að fara í ferða-
lag til Surtshellis og þaðan norðaustur yfir hálendið til Vatnsdals.
Var svo förin ráðin, og skyldi hún framkvæmd sumarið 1927.
Minnir mig, að það væri um sólstöðuleytið, að mr. Gook kæmi
til Hvammstanga og héldi þar samkomu. Þar hitti hann Helga, son
Tryggva Bjarnasonar alþingismanns í Kothvammi. Hafði Helgi ver-
ið hjá honum öðru hvoru áður. Slóst hann í förina. Var það mikill
happafengur, að Helgi fór með, eins og síðar kom í Ijós, er elta þurfti
hestana.
Ákveðið var, að þeir Helgi og mr. Gook, skyldu koma fram að
Aðalbóli í Austurárdal. Þar ætlaði ég að mæta þeim. Jón bóndi
Benediktsson skyldi svo fenginn sem fylgdarmaður suður yfir heið-
arnar sakir þess, hve hann var kunnugur á þeim slóðum.
Tj ald var að sj álfsögðu með í förinni, eldunartæki og nægur mat-
ur. Ákváðum við Helgi að sofa í tjaldinu nóttina þá, er gist var á
Aðalbóli. Höfðum við margt að ræða um, og varð svefntíminn
skammur. Jón bóndi var árla á fótum og lét okkur ferðafélagana
þrjá ekki sofa öll augu úr okkur.
Þoka var í lofti og slæðingur hennar á jörðu, kalt veður og hrá-
slagalegt, er við lögðum af stað. Riðum við fram á heiði svo sem
leið lá. Birti í lofti sám saman, unz heiðskírt var orðið og hiti eigi
lítill.
Torfært er um Tvídægru, grýtt holt, mýraflákar og fúadrög á
milli aragrúa tjarna og smærri vatna, þótt þeirra gætti ekki svo
mjög á leiðinni, sem við fórum. Götuslóðar óglöggir sáust víðast
hvar. En hvað sem þeim leið, Jóni skeikaði ekki ratvísin. Komum
við seint og um síðir að Norðlingafljóti. Leizt mér illa á jökullit-