Norðurljósið - 01.01.1971, Side 164
164
NORÐURLJÓSIÐ
þess, því að lítt eða ekki sást til botns. Hann reyndist líka stórgrýttur
á köflum, en yfirferðin tókst þó slysalaust.
Ekki man ég, hvar við snæddum miðdegisverð, einhvers staðar
þó, og segir ekki af ferðum okkar, unz við komum að Surtshelli.
Minnir mig, að við hefðum þá verið 9 stundir á ferðinni. Gein við
okkur gímald mikið, þar sem var opið eða munni hellisins. Bjugg-
umst við til niðurgöngu, tókum með ljósaföng okkar, en bundum
áður hestana tvo og tvo saman. Voru heizlistaumar hvors um sig
bundnir í tagl hins. Gátu þeir þá hringsnúist eftir vild, en ekki
rásað á brott.
Heldur þótti hellisgólfið grýtt. Var það stráð stórbjörgum auk
smærri steina. Var yfirferðin ógreiðfær í meira lagi. Minnir mig,
að mr. Gook væri á nálega hnéháum reiðstígvélum úr leðri. Voru
hælarnir járnaðir. Var þetta ærið skreipt á grjótinu.
Er við höfðum farið skamman spöl, varð fyrir okkur girðing
um hellinn þveran. Höfðu Kalmanstungumenn verið þar að verki
og lokað fyrir leiðina innar í hellinn. Var það gert að ráði forn-
minjavarðar, heyrði ég sagt, svo að eigi bæru ferðalangar fornminj-
ar á íbraut. Átti að fá fylgdarmann í Kalmanstungu áður en hellirinn
væri skoðaður. Ekki höfðum við þörf fyrir hann. Einhver greið-
vikinn -— eða illgjarn — náungi hafði brotið upp hliðið á girðing-
unni. Stóð það opið. Skammt fyrir innan það var op mikið á hellis-
þakinu. Þar höfðu Hellismenn hrundið niður fé því, er þeir rændu.
Munu ból þeirra hafa verið þar í afhellum, og einhvers staðar fund-
um við einhver fúin bein.
Við héldum svo áfram förinni. Var gangan alltaf jafn ógreið.
Komum við loks að öðru opi á hellisþakinu. Þar ákvað mr. Gook
og Jón með honum að snúa aftur. Við Helgi héldum ótrauðir áfram.
Urðum við að ösla gegnum vatnstjörn þar innan við, muni ég rétt,
en ís var í botni. Segir svo ekki annað af ferð okkar inn hellinn
en það, að þarna var stöðug glíma við ógreiðan veg á milli stór-
bjarga eða yfir þau. Loks sáum við skímu fram undan. Þar kom í
ljós þriðja opið. Var sú ákvörðun þegar tekin, að gengið skyldi inn
í botn á hellinum, ef þarna mætti komast upp. Girðing hafði verið
sett umhverfis opið, en við sáum, að eigi mundi hún hamla okkur,
og væri uppgangan greið.
Dagsbirtan dvínaði skjótt. En hvað var þetta? Voru fornaldar
svipir hér á kreiki? Hvaða hvítir strókar voru þetta, sem við sáum?