Norðurljósið - 01.01.1971, Page 167
NORÐURLJÓSIÐ
167
Hingað var hann kominn í fylgd með enskum prestshjónum, er
ferðast vildu víða um óbyggðir íslands. Höfðu þau gist við Arnar-
vatn nóttina áður. En þá var þar mývargur mikill, svo að Ogmundur
varð að vaka alla nóttina yfir hestunum þeirra. Mundum við vilja
gæta þeirra með okkar hestum, svo að hann gæti sofnað? Ekki var
unnt að neita slíkri bón. Molluhiti var, sólfar ekki mikið, er leið á
daginn.
Tjaldð var búið að reisa, sem áður segir. Ákvað mr. Gook að
hvíla sig og reyna að sofna, minnir mig. Við Helgi gengum niður
að vatninu, tókum bát föður míns og Fitjamanna traustataki og
ýttum á flot. Minnir mig, að við færum í eyjarnar. Á heimleiðinni
greiddum við fast róðurinn. Tók þá að halla á mig. Reri Helgi svo
knálega, að ég hafði hvergi nærri við honum, og tók báturinn á sig
sveig eða hring. Lægri er Helgi vexti, en meiri mér í flestu eða öllu.
Ég skrapp um daginn í tanga þann, er gengur fram í Réttarvatn
vestanvert. Þar var 'komin fjárrétt, hlaðin af Borgfirðingum og
Vatnsdælum. Minnir mig, að þeir hlæðu sinn hluta fyrst. Völdu
þeir mest stóra steina í hleðsluna. Minnir mig að stundum nægði
einn steinn í fulla veggjarhæð. Borgfirðingar hlóðu úr smærra
grjóti. En svo var veggur þeirra sléttur og fallegur áferðar, að ljóst
var, að listamenn í grjóthleðslu höfðu unnið þar. Skildi ég vel
skap og metnað Vatnsdæla, er hafa vildu sína steina sem stærsta,
en ég dáðist að hagvirkni Borgfirðinga.
Hestanna gættum við í grashögum þeim, sem eru norðan Réttar-
vatns. „Lækur líður þar niður um lágan hvannamó,“ segir skáldið
Jónas Hallgrímsson ef til vill um þann stað. „Á engum stað ég uni
eíns vel og þessum hér“, gat ég gert að mínum orðum. Naut ég þá í
hinzta sinn á ævi minni náttúrudýrðar íslenzkra óbyggða og sum-
arnætur samtímis. Svanir syntu á Réttarvatni og sungu þar óttusöng
á þann hátt, er svönum einum er gefið. Er sólin rann upp, breiddi
hún gullna geislalokka á Eiríksjökul fyrst, síðan á Langjökul. Fann-
hvítir gosstrókar stigu hátt í loft frá hvernum, sem er austan —
suðaustan Eiríksj ökuls. Blásvart Hallmundarhraunið, úfið og grett,
varð laugað geislaflóði um leið og landið umhverfis mig.
Við héldum svo af stað morguninn eftir. Er við höfðum skammt
farið norður með vatninu, komum við að vörðu á hægri hönd.
Árni frændi minn, Gíslason, á NeÖri-Fitjum, hafði sagt mér eitt
sinn, er við fórum þar framhjá, að þarna lægi vegurinn til Vatns-