Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 169
NORÐURLJÓSIÐ
169
Myrkrið í Surtshelli minnir mig á það, að í 2. bréfi Péturs ritar
hann á þessa leið: „Ekki þyrmdi Guð englunum, er þeir syndguðu,
heldur steypti þeim niður í undir-djúpin og setti þá í myrkra-hella,
til þess að þeir varðveittust til dóms.“
Drottinn Jesús sagði líka dæmisögima af brúðkaupi konungsson-
arins (Matt. 22.) og getur þar um mann, sem kominn var inn í brúð-
kaupsveizlusalinn, en var ekki í brúðkaupsklæðum. Klæðin gat hann
fengið hjá klæðaverði konungsins (sbr. 2. Kron. 34. 22. 2. Kon. 10.
23.) svo að hann gat með engu afsakað sig. Dómur hans varð sá, að
honum var varpað út í myrkrið fyrir utan.
Júdas ritar í hréfi sínu um menn, „sem inn hafa læðzt,“ „óguð-
legir menn, sem .... afneita vorum einasta lávarði og Drottni,
Jesú Kristi .... reikandi stjörnur, sem sorti myrkursins er geymd-
ur til eilífðar.“
Það er ægilega refsivert í augum Guðs að afneita guðdómi Jesú
Krists og friðþægingu, þiggja ekki brúðkaupsklæðin frá Guði, sem
eru fyrirgefning og hreinsun syndanna ásamt krafti til að breyta
rétt og fylgja sannleika Guðs. Hlutdeild þeirra manna verður
myrkur, sorti, sem enginn ljósgeisli rýfur. Hvað framfer í þeim
myrkursorta, vil ég ekki reyna að rita um, þótt gizka megi á það.
Það er hræðilegt að hafna sannleika Guðs. Guð gefi okkur öllum
að elska sannleikann, sem hann hefir birt okkur í persónu Drottins
Jesú og á blöðum heilagrar ritningar. Hann sagði: „Eg er Ijós
heimsins, hver sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkrinu, heldur
hafa ljós lífsins.“ Trúin á hann gerir okkur hæf til að „fá hlut-
deild í arfleifð heilagra í ljósinu.“ (Kól. 1. 12.)
Megi ljósið, ekki myrkrið, verða hlutdeild þín, sem lest þessar
línur. S. G. J.
Frá Emmaus-biblíubréfaskólanum:
Aðalumboðsmaður hans hér á landi verður nú, er ég læt af því
starfi, Jógvan P. Jakobsson, Sjónarhóli, Akureyri.
í Reykjavík hefir Páll Skýlindal, Bræðraborgarstíg 34, umboð
fyrir Suður- og Yesturland, Reykjavík og nágrenni. Fólk á þeim
svæðum snúi sér til hans.
Sœm. G. Jóhannesson.