Norðurljósið - 01.01.1971, Qupperneq 178
178
NORÐURLJÓSIÐ
Hann kom þá að versi, sem þetta var í: „Ég hefi heyrt, að Jesús
hafi yfirgefið himininn vor vegna til þess að deyja á krossinum
fyrir syndir vorar.“ Hann stóð á fætur, og með fingrinum gerði
hann kross á moldargólfið. Síðan með slíku eitri og hatri, sem
ekki er unnt að lýsa og ennþá hræðilegra að vera vitni að, stappaði
hann með fótunum á krossinum með skelfilegu æði og hvæsti:
„Krossinn! krossinn!11 Hann bögglaði saman sálmablaðið, fleygði
því á gólfið og þaut út úr hellinum.
Slík sýning á beiskju, hatri og reiði, slík opinberun á nálægð
djöfulsins, þegar hann stendur andspænis krossinum, sannar, hvað
krossinn merkir fyrir hann. Óviurinn hatar krossinn með fullu
hatri. Hann veit, að krossinn lýsir yfir ósigri hans og eilífum dómi.
(Þýtt).
Satan sýnir hug sinn til krossins líka hér á landi, en sjálfsagt
oftast með öðru móti. Hann kemur prédikurum til að tala um allt
annað en kross Krists. Ég hlustaði einu sinni á fimm presta í röð,
ei þeir fluttu útvarpsmesssur. Enginn fann hvöt hjá sér til að segja
þjóðinni boðskap Páls til Korintumanna: „Kristur dó vegna vorra
synda samkvæmt ritningunum.“ Enginn minntist á krossinn eða
dauða Krists í stað vor syndugra manna. Þetta er þó eini boðskap-
urinn, sem getur gerbreytt manninum. Þetta er kraftur Guðs til
hjálpræðis, hverjum þeim, er trúir. S. G. J.
A æskiidögam liímiiii
Lítil stúlka, sem ætlaði að snúa sér til Krists, þegar hún yrði eldri,
kom einu sinni heim með nokkur falleg blóm, sem hún ætlaði að
gefa mömmu sinni, sem lá veik. Barnfóstran sagði, að blómin væru
falleg, en bætti svo við: „Við skulum ekki láta mömmu þína fá þau
undir eins, þau eru mjög falleg. Við skulum láta þau standa hér,
þangað til þau visna.“ Litla stúlkan varð mjög forviða og nærri því
reið, og bað um skýringu.
Þá sagði barnfóstran: „Þetta gerir þú við þinn elskaöa frelsara.
Þú vilt nota þín hreinu og fallegu bernskuár sjálf, en ætlar síðan að
bjóða honum fölnuöu elli-árin.“ Stúlkan tók á móti aðvöruninni og
gaf Jesú hjarta sitt. Vilt þú ekki gera hið sama? Hann kallar þig nú.
„Sjá, nú er mjög hagkvæm tíð, sjá, nú er hjálpræðis dagur.“
J. P. S. sneri úr færeysku (með oíurlítilli hjálp).