Norðurljósið - 01.01.1971, Qupperneq 179
NORÐURLJÓSIÐ
179
Tvö svarbréí til spyrjenda
1.
Kasri L. . . . minn.
Eg þakka þér fyrir bréfið frá 14. febrúar. Bið ég þig að afsaka,
hve dregizt hefir að senda þér línur og veldur því mest annríki mitt
vegna Norðurljóssins, sem nú er unnið að bæði af mér og prentur-
unum.
Þú spyr margra spurninga og stórra, og skal ég reyna að svara
þeim. Það er alveg satt, sem þú segir, að þú átt að trúa ritningunni,
því að það gerði frelsarinn og það gerðu postular hans, það gerði
Lúter og Hallgrímur Pétursson, svo að þú ert í góðum félagsskap,
þegar þú gerir það. Ef þú hins vegar gerðir það ekki eða efaðir það,
sem þar stendur, þá er Satan þar fyrstur í flokki þeirra, sem draga
það í efa, sem Guð hefir sagt, sbr. orð hans við Evu forðum. —
Hitt er svo annað mál, hvort þú skilur allt, sem biblían segir, og
spurningar til fróðleiks og skilningsauka eru réttmætar og sjálf-
sagðar.
Þú minnist fyrst á Davíð, sem var „ástmögur Guðs“, hafði þó
drepið fjölda manna og drýgt hór með konu Uría og drepið hann
óbeint sjálfan. — Orðin „ástmögur Guðs“ eru ekki notuð um Davíð
í ritningunni, heldur Daníel spámann. En þegar Davið var ungling-
ur, sagði Guð um hann, að hann væri maður eftir sínu hjarta. Þá lét
Guð Samúel smyrja Davíð til konungs yfir ísrael, og hlutverk hans
átti að verða það, að frelsa ísrael frá öllum óvinum hans og að vinna
tii fulls það land, sem Guð hafði svarið að gefa ísrael. Þetta hlut-
verk leysti Davíð af hendi. Úr því að óvinir ísraels gátu ekki séð
þjóðina og land hennar eða Davíð í friði, þá urðu þeir að taka af-
leiðingunum. Hvort sem það er einn maður eða heil þjóð, sem setur
sig upp á móti Guði, þá verður sá, sem gerir það, að taka afleiðing-
unum. Guð hafði fyrirhugað, að frelsari mannkynsins skyldi vera
ísraelsmaður, svo að eðlilega gerði Satan allt, sem í hans valdi stóð,
til að tortíma þjóðinni, leiða hana til hj águðadýrkunar og koma
henni til að fremja alls konar syndir og glæpi. Davíð var verkfæri
Guðs til að framkvæma refsidóma hans á heiðingjunum, sem ekki
vildu sjá ísrael í friði eða smánuðu Davíð, þjón Drottins. — Hitt
er svo önnur saga, að Davíð hrasaði og gerði það, sem illt var í aug-