Norðurljósið - 01.01.1971, Síða 182
182
NORÐURLJÓSIÐ
2.
Brét til frú L...Reykjavík.
Eg þakka þér fyrir síðasta bréfið þitt. Það er augljóst, að annað
hvort hefir þú aldrei orðið Guðs barn, eða þá að þú ert undir þykku,
andlegu skýi, svo að ljósið frá honum, er sagði: „Eg er ljós heims-
ins“, ljómar ekki mn sál þína.
Eg vil fúslega leiðbeina þér, og fylgir þú því nákvæmlega, sem ég
skrifa þér nú, þá máttu öruggt trúa því og treysta, að þú ert Guðs
barn fyrir trúna á Drottin Jesúm Krist.
Þú efast ekki um það, að þú ert syndug. Það er ágætt. Guð vill
frelsa syndara, og „Kristur Jesús kom í heiminn til að frelsa synd-
uga menn.“ Vonandi gleymist það ekki núna, þegar farið er að halda
hátíðina miklu, jólin. Kristur kom, af því að „allir hafa syndgað og
skortir Guðs dýrð.“ Syndugur maður er sekur fyrir Guði. Frelsist
hann ekki, þá glatast hann. En Jesús Kristur getur frelsað sérhvern
syndugan mann, sem VILL frelsast.
Við munum það, sem Hallgrímur Pétursson sagði við hinn kross-
festa Krist: „Mín synd, mín synd, hún þjáði þig, þetta allt leiðstu
fyrir mig.“ — Orð hans minna á orð í ensku versi: „Synd mín átti
skilið eilífan dauða, en Jesús dó fyrir mig.“ Hvað er falið í þessum
tilvitnuðu orðum?
í fyrsta lagi, játningin: „Ég hefi syndgað. Synd mín átti skilið
eilífan dauða minn, glötun.“ Heilagur Guð og synd eiga enga sam-
leið.
í öðru lagi: Jesús dó fyrir MIG. Dauði hans var í minn stað, mín
vegna. Dauði hans fullnægði kröfum réttlætis Guðs. Með dauða
sínum fyrir mig borgaði Drottinn Jesús skuld mína við Guð. Þetta
ei lögmál, sem allir þekkja úr daglega lífinu, að maður getur greitt
skuld annars manns við aðra menn. Sem sonur Guðs og maður gat
Jesús borgað skuld manna við Guð.
í þriðja lagi, fyrst Jesús dó fyrir mig og fyrst ég samþykkti það
með því að trúa því, þá reiknar Guð trú mína á Jesúm mér til rétt-
lætingar. — Skuld mín var yfirfærð á reikning Krists, sem galt hana
alveg til fulls.
í Róm. 6. 23. standa þessi orð: „Laun syndarinnar er dauði, en
náðargjöf Guðs er eilíft líf fyrir Krist Jesúm, drottin vorn.“ Viltu
þiggja þessa gjöf frá Guði? Þú þiggur hana á sama hátt og þú þigg-