Norðurljósið - 01.01.1971, Qupperneq 186
186
NORÐURLJÓSIÐ
Hver, sem vill, getur tekið sér biblíu í hönd, og lesið með mikilli
gaumgæfni 40.—54. kafla í spádómsbók Jesaja. I þessum köflum
ber GuS fram sjö eSa átta sannanir fyrir því, aS hann sé til, aS
hann einn sé sannur GuS og enginn annar. Má nefna þær lauslega
hér:
1. GuS skírskotar til sköpunarverk síns, 40. kap.
2. Vald hans yfir höfSingjum jarSarinnar. 40., 41,. 44., 45. kap.
3. Tilvera fsraels sjálfs. 41., 43., 44. kap.
4. Útvalinn þjónn GuSs, sem er Jesús Kristur. 42, 49., 52., 53. kap.
5. Spádómur GuSs. 44., 45. kap. Þeir skipta mörgum hundruS-
í biblíunni.
6. GuS frelsar fólk. 45. kap. 22. grein.
7. HandleiSsla GuSs á ísrael. 48. kap. 17. grein. Hún nær einnig
til þeirra, sem fela sig GuSi og treysta honum.
Ég ætla aS víkja fáeinum orSum aS 6. röksemd GuSs.
Ef einhver landi sækir heim stórborgir á vesturströnd Bandaríkj-
anna og gangi hann um þær slóSir, sem hipparnir halda sig mest,
þá er ekki ólíklegt, aS hann gæti rekizt á ungt fólk, sem er í inni-
legu samtali viS þá. Fólkinu liggur eitthvaS á hjarta. ÞaS biSur
og biSur þann eSa þá, sem þaS talar viS, aS koma til Jesú, koma
í hóp Jesú fólksins. Ef þaS fær þaS svar, aS þetta sé vonlaust vegna
beroin-neyzlu eSa annarra eiturlyfja, þá er mjög líklegt, aS brettar
séu upp skálmur eSa flett upp ermi og æSar sýndar, alþaktar örum
eftir heroin-sprauturnar. Þá kemur í Ijós, aS vottur Jesú þekkir
þetta af eigin raun. Oftast getur hann vitnaS um þaS, aS á einu
andartaki hafi Jesús læknaS sig, þegar hans var leitaS af öllu hjarta,
og lífiS og framtíSin lögS í hönd hans. Þá gerist oft nýtt kraftaverk.
Annar þræll eiturlyfja fær lausn. Nýr vottur er unninn handa Jesú
Kristi, lifandi, máttuga frelsaranum.
Þegar ég var ungur og alla tíS frá landnámstíma, gat þaS komiS
fyrir, aS eldurinn dæi á einhverjum sveitabæ. Þá varS aS fara til
annars bæjar og sækja eld. — Þegar ég les eSa heyri um fíknilyfja
neyzlu og afbrot íslenzkra unglinga, þá hefi ég nú undanfariS
stundum hugsaS á þessa leiS: „Hver vill fara vestur og sækja eld-
inn til unga fólksins, sem logar hiS innra af kærleika Krists?“
Ég held, aS hann sé lítill sem stendur á íslandi, eldurinn sá.
GætiS aS, góSir lesendur: Væri GuS ekki til og Jesús Kristur