Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1930, Side 14

Andvari - 01.01.1930, Side 14
10 Pétur Jónsson á Gautlöndum. Andvari Síra Árni var einn þeirra fáu manna, sem fáu gleyma. Hann var nú kominn heim í sína ætlbyggð eftir langa útivist, Ameríkudvöl og skólalærdóm, — kominn heim með þeim ásetningi að eiga þar sitt aðalstarf og bera þar sín bein. Hvort tveggja efndi hann. Prófastur var fljótur að komast inn í sveitarlíf og hreppsmálefni. — Þeir Pétur og síra Árni sátu mörg ár saman í sveitarstjórn. Varð samvinna þeirra svo góð, að heita mátti, að þeir stæðu sem einn maður að hverju máli. — Báðir samt voru þeir svo mikils megnugir í hópi sveitunga sinna, að við hlið þeirra gætti lítt annarra manna um afskipti almennra máia í sveitinni, allt fram yfir aldamót. Sveitarmenn undu þessu vel. Ollum var ljóst, að hvor- ugur maðurinn vann fyrir eiginhag. — Og því betur þótti þetta, er kunnugt var einnig, að um héraðsmál í Þingeyjarþingi réðu ekki aðrir meir um það skeið en þeir tveir. — Varð með því aðstaða Mývatnssveitar út á við í þeirra tíð hin öruggasta. Pétur á Gautlöndum var hneigður til búskapar, eins og hann hafði alizt upp við. Og hann hafði frá æsku gert nokkuð háar kröfur til bændastéttarinnar, og svo sjálfs sín sem bónda. Hann vildi bæta sína bújörð. Hann lét gera sléttur í túni og girða um það. Hann gekkst fyrir, og vann sjálfur að, áveitu á engi jarðarinnar. Var það til stórra bóta. — Hann stóð framarlega í flokki þeirra manna, sem hér gengust fyrir kynbótum búpenings. — Pétur var snyrtimaður um hvert verk og vandlátur við aðra, t. d. um fénaðarhirðing. Hann var talsvert hagur, bæði á tré og járn, og kunni að sjá kost og löst á smíðisgrip. Hinn snoturvirki bóndi fekk þó ekki að fórna eigin-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.