Andvari - 01.01.1930, Side 14
10
Pétur Jónsson á Gautlöndum.
Andvari
Síra Árni var einn þeirra fáu manna, sem fáu gleyma.
Hann var nú kominn heim í sína ætlbyggð eftir langa
útivist, Ameríkudvöl og skólalærdóm, — kominn heim
með þeim ásetningi að eiga þar sitt aðalstarf og bera
þar sín bein.
Hvort tveggja efndi hann.
Prófastur var fljótur að komast inn í sveitarlíf og
hreppsmálefni. — Þeir Pétur og síra Árni sátu mörg ár
saman í sveitarstjórn. Varð samvinna þeirra svo góð, að
heita mátti, að þeir stæðu sem einn maður að hverju máli.
— Báðir samt voru þeir svo mikils megnugir í hópi
sveitunga sinna, að við hlið þeirra gætti lítt annarra
manna um afskipti almennra máia í sveitinni, allt fram
yfir aldamót.
Sveitarmenn undu þessu vel. Ollum var ljóst, að hvor-
ugur maðurinn vann fyrir eiginhag. — Og því betur
þótti þetta, er kunnugt var einnig, að um héraðsmál í
Þingeyjarþingi réðu ekki aðrir meir um það skeið en
þeir tveir. — Varð með því aðstaða Mývatnssveitar út
á við í þeirra tíð hin öruggasta.
Pétur á Gautlöndum var hneigður til búskapar, eins
og hann hafði alizt upp við. Og hann hafði frá æsku
gert nokkuð háar kröfur til bændastéttarinnar, og svo
sjálfs sín sem bónda.
Hann vildi bæta sína bújörð. Hann lét gera sléttur í
túni og girða um það. Hann gekkst fyrir, og vann sjálfur
að, áveitu á engi jarðarinnar. Var það til stórra bóta.
— Hann stóð framarlega í flokki þeirra manna, sem
hér gengust fyrir kynbótum búpenings. — Pétur var
snyrtimaður um hvert verk og vandlátur við aðra, t. d.
um fénaðarhirðing. Hann var talsvert hagur, bæði á tré
og járn, og kunni að sjá kost og löst á smíðisgrip.
Hinn snoturvirki bóndi fekk þó ekki að fórna eigin-