Andvari - 01.01.1930, Side 18
14
Pétur Jón»son á Gautlöndum.
Andvari
]ón Gauti, bóndi á Gautlöndum, giftur Önnu ]akobs-
dóttur frá Narfastöðum í Reykjadal.
Þórleif er yngst systkinanna. Var hún frá unga aldri
uppfóstruð hjá þeim hjónum, föðurbróður sínum og
móðursystur, Steingrími sýslumanni og frú Guðnýju.
Þjóðlið fslendinga er stofnsett í Þingeyjarsýslu 1884.
Hvað var þetta >Þjóðlið«? Það var fyrsta tilraun hér á
landi að mynda pólitískan flokk. — Skipulag þeirra
samtaka var hliðstætt þeim ungmennafélagsskap, er
löngu síðar barst hingað frá útlöndum og hlotið hefir
beztu viðtökur. Þjóðliðið hafði enga slíka fyrirmynd. En
tilhögun þess liðsafnaðar ber vott um, að þar eru æsku-
menn á ferð, sem finna kraftinn í sjálfum sér og þrá
að skipa sér til atlögu. — Menn skipuðu sér í smáfélög,
eigi fleiri en 15 saman. Hét það sveit. Tíu sveitir köll-
uðust fylking; og hafði hún sijórn fyrir sig. Tíu fylkingar
nefndust deild. En deildirnar saman >Þjóðlið íslendinga*.
— Stofnskrá Þjóðliðsins er prentuð 1885. Þar segir: —
>að aðaltilgangur liðsins er að ávinna íslendingum full-
komið stjórnfrelsi, vernda þjóðréttindi þeirra og þjóðerni«.
Samkvæmt þessu átti að fá í einn flokk þá menn um
land allt, er styðja vildu stjórnarskrárbreyting, sem tekið
var að berjast fyrir. En gagn það, er menn væntu af
því, ef sýnt yrði, að meiri hluti landsmanna fyllti þann
flokk, skýrist bezt með orðum Péturs ]ónssonar, skrif-
uðum á þeirri tíð:
>Hin algengasta viðbára Danastjórnar og stjórnar-
sinna okkar á meðal er, að ekki standi þjóðvilji að baki
sjálfstjórnarkröfunum. Væri þessi viðbára sönn, er hún
hið beittasta vopn á móti kröfum okkar. En þar sem í
henni liggur óbein, en eigi að síður ótvíræð, viðurkenn-
ing þess, að þjóðviljann beri að taka til greina, þá