Andvari - 01.01.1930, Side 71
Andvari
Baöhey.
67
er þaö þá, sem veldur þessari sundurliðun holdgjafa-
efnanna eða hjálpar til hennar? Það getur ekki verið
annað en rakinn og hitinn. En hvað er hæfilegur raki
og hiti? Sýnishornið frá Skálavík virðist benda til, að
grassins eigin safi sé alveg nægilegur raki, um hitann í
því heyi veit eg ekki. Saltið virðist frekara draga úr
þessari sundurliðun (sbr. þó Salt 2), kalkið aftur örva
hana, en hér er það að athuga, að heyið í tóftunum
Vatn og Salt er fyrri sláttur, kalkheyið allt aftur á móti
há og eins Skálavíkurheyið. Það mætti því eins vel líta
á þetta sem enn eina bendinguna um það, að slá
snemma, að draga ekki fyrra sláttinn.
Þó að rannsóknirnar að þessu leyti virðist sýna, að óþarft
sé að bera vatn á heyið, þá hef eg þó ekki sleppt því
að öllu við þær tilraunir, sem eg gerði á síðastliðnu
sumri og sem síðar væntanlega verða gerðar að umtals-
efni. Til þess liggja þær ástæður, að það virðist almenn
reynsla fyrir því, að minnsta kosti er það almenn trú,
að ekki sé gerlegt, að fóðra á votheyi eingöngu. Þessa
staðreynd skýri eg á nokkuð annan hátt en menn
almennt hafa gert. Við gerðina myndast ýmis efni, sem
skepnunni eru ekki holl, t. d. edikssýra, smjörsýra 0. fl.
Þessi efni felast aðallega í liðunum reikular sýrur í
rannsóknunum á vatninu, sem rann af heyinu, og birtar
eru hér áður. Eins og þær tölur bera með sér, myndast
við gerðina töluvert af reikulum sýrum, sem vel geta
valdið meltingartruflunum og öðrum veikindum, og gert
það að verkum, að ógerlegt sé að nota heyið sem eina
fóðrið, er skepnan fær, heldur að eins sem nokkurn
hluta þess. Eg lít á þessi efni sem aðalástæðuna fyrir
því, að illgerlegt eða ókleift hefur reynzt að fóðra á
votheyi eingöngu. Með vatninu skolast þessi efni burt.
Það bendir líka á, að þetta sé svo, að það mun vera