Andvari - 01.01.1930, Síða 86
82
Fræraektar- og kornyrkjutilraunir á íslandi.
Aadvari
og stafar þetta einna mest af því, að jarðvinnslukunn-
átta og framkvæmd hennar er ekki landlæg á býlunum,
og það vantar aðrar ræktarplöntur en fóðurgrös inn í
íslenzka jarðrækt.
Til þess að breyta skipulagi og framkvæmd túnyrkj-
unnar, þurfum vér að reka íslenzkan búskap á grund-
velli fleiri og fjölbreyttari ræktarplantna; ef það yrði
kleift, mundi ræktunin í landinu taka róttækum framför-
um og búnaðurinn standa fastari fótum en nú á sér
stað. Spurningin verður þá þessi: Er unnt að gera ís-
lenzka jarðrækt fjölbreyttari á grundvelli nýrra ræktar-
plantna, eru náttúruskilyrði iands vors svo góð, að slíkt
geti átt framtíð?
Þessu er ekki unnt að svara að öllu Ieyti; til þess
vantar innlenda reynslu. Það eitt er óhætt að fullyrða,
að núverandi ræktunaraðferðir, sem almennt tíðkast, eru
ekki að öllu réttur mælikvarði á, hvað unnt er að rækta
í landinu; síður en svo. Má hér líta á ræktun annarra
landa, sem þróað hafa fóður- og manneldisjurtarækt sína
til fullkomnari framkvæmda og fjölbreyttari framleiðslu.
Á eg hér sérstaklega við nágrannalönd vor, Noreg og
Svíþjóð, sem að mörgu hafa svipaða staðhætti sem okkar
land. Akuryrkja hefir þar haldizt við, og verið ákveðinn
liður í búrekstrinum, frá því að sögur hófust, og jafnvel
fyrr. Aðstaðan hefir þess vegna verið betri til þess að
láta ræktun jarðarinnar, með ákveðnum jurtum eftir á-
kveðnum reglum á þróunarkenndan hátt, taka framför-
um. Hér hefir horft og horfir öðru vísi við, þar sem
grasræktin, eins og hún jafnan hefir verið stunduð, er
mjög fábrotin og einhliða.
Eins og fyrr er getið, þá eru miklar líkur fyrir því,
að vefurfar hafi ekki breytzt hér til hins verra, síðan á
landnámsöld, og eins má víst segja um nágrannalönd