Andvari - 01.01.1930, Side 100
96
Fræræklar- og kornyrkjutilraunir á íslandi.
Andvari
Erturnar þroskuðust ágætlega, en ódrýgðust mikið
vegna veðurfarsins í haust.
Þá eru og tilraunir, sem snerta grænfóðurrækt og
stefna að því að rannsaka, hver áhrif það getur haft á
túnræktina að rækta ertur hreinræktaðar og blandaðar
með höfrum og hreinræktaða hafra í jarðveginum 2 ár
áður en grasfræi er í hann sáð til túnræktar.
Sömuleiðis hefir verið byrjað á tilraunum með íslenzka
melgrasið (Elymus arenaria), og er hugmyndin að sjá,
hvernig hann verður við ræktun í venjulegum leirmóa-
jarðvegi, auk athugunar á frjóvgun hans og lífeðlislegri
þroskun við þessi skilyrði.
Tvö undanfarin sumur hafa verið með þeim beztu, er
menn muna; þó var síðastl. haust mjög óhagstætt, og
raunar haustið 1928 var mjög rigningasamt um sept-
embermánuð, en það er venjulega uppskerutími kornsins.
Árið 1928 voru um 2 ha með byggi og höfrum til
ræktunar í stöðinni. í landið var sáð frá 20. apríl til
20. maí og öll ræktunin fullþroska síðast í ágúst. Upp-
skeran varð 4500 kg. bygg og 590 kg. hafrar. Svarar
það til, að fengizt hafi rúmar 8 tunnur á 100 kg. af
dagsláttunni, og þó var í þessari landstærð um 1 dag-
slátta í tilraunum, sem auðvitað dró heldur úr heildar-
uppskerunni, vegna þess að margir reitirnir gáfu minna
af korni en algenga ræktunin.
Sumarið 1929 voru um 5 dagsláltur með byggi og 4
dagsl. með höfrum, þar af tilraunir U/2 dagslátta. Alls
fengust af landinu 6442 kg. af korni (þar af 2100 hafrar
og 134 rúgur), vel þroskuðu og útlitsgóðu. Sprettutími
byggs og hafra voru frá 100—146 dagar.
Sú reynsla, sem eg hefi aflað með nefndum tilraun-
um, hefir sýnt, að unnt er að fá það nógu þurt til
geymslu. Eg hefi geymt það óskemmt í pokum eða í