Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 4
Næsta mál á dagskrá
ElTT er það, sem þjóð vor á ógert öðru fremur. Það er að þakka
Guði fyrir hið undursamlega hlutskipti, sem hún varð aðnjótandi á
styrjaldaráruniun, þegar flestar aðrar þjóðir bjuggu við þrengingar —
margar í hryllilegum mæli. ENGIN hjóð önnur í víðri veröld hlaut
jafngott hlutskipti og íslenzka þjóðin þá. Vér bjuggum við allsnægtir
— meiri en nokkuru sinni fyrr, þegar flestallar þjóðir bjuggu við
skort. Vér fengum „æðsta-valdið“ flutt til frambúðar inn í landið og
stofnuðum lýðveldi við allsherjarsamþykki annarra þjóða. Vér, sem
vorum á heljarþröminni fjárhagslcga við ófriðarbyrjun, urðum nú í
fyrsta sinni í sögu vorri cfnuð þjóð. Lífið lék við oss, á meðan flestar
aðrar þjóðir sveittust blóðinu. Að vísu hlutum vér nokkura áverka af
sjóhernaði Þjóðverja, en ekki svo, að það haggi því, sem hér á undan
hefur verið sagt.
Er unnt að þiggja hinar dýrmætustu gjafir, án þess að þakka fyrir
sig? Er unnt að gera slíkt, án þess að bíða tión á sál sinni? Það veit
hver maður, að slíkt er ekki mmt. Vanþakklæti er í senn fyrirlitlegt
og óheillavænlegt.
En hér er kannski engum að þakka? Getur kristin þjóð litið svo á?
Getur þjóðkirkjan litið svo á? Auðvitað ekki.
En þá er hér að verða mikil og örlagaþrungin vanræksla, nema
drengilega verði við brugðið.
JÖRÐ leyfir sér hér með að skjóta því máli til stjórnarvalda hinnar
íslenzku þjóðkirkju, hvort þau vilji ekki gera svo vel að beita sér fyrir
því, að ríkisstjórn íslands fyrirskipi almennan þakkargerðardag með
þjóðinni af framangreindu tilefni og hafi þar sjálf alla forustu á hendi
með aðstoð biskups og prestastéttar.
Og JÖRÐ leyfir sér að skora á allan kristnilýð landsins að vera
samtaka í að fylgja fram þessu merki, sem hún nú hefur, síðar en
skyldi, ásamt mörgum öðrum, einstaklingum og öðrum aðiljum, skip-
að sér undir.