Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 207
JORÐ
397
er það, að kross Krists er þrautalending þeirra, er lenda í haf-
volki trúarefasemda.
Þetta var nú um hornstein hallarinnar miklu og góðu, sem
siðbót Lúthers nefnist.
OG ÞÁ er það áttundi kapitulinn einstæði. Ég hef lesið
seinni hluta lians fyrir manni, sem sýndist dáinn eða a. m.
k. hættur að skynja þann heim, sem hann var að kveðja. Og
hinn dáni brosti — hann var harmkvælamaður — og hann brosti
af feginsklökkva. Ég þekkti það bros vel og vissi, hvað það
þýddi. Það er arfurinn mikli, sem Páll talar þar um, — arfur
barna Guðs — og kærleikur Föðurins — í Jesú Kristi.
„Því ég hygg,“ byrjar hann ,,,að ekki séu þjáningar þessa
tíma neitt á móti þeirri dýrð, sem á oss muni opinberast. . . .
Þeirn, sem Guð elska, samverkar allt til góðs. ... Ef Guð er
með oss, — hver er þá á móti oss?! Hann, sem ekki þyrmdi sín-
um eigin Syni, heldur framseldi hann fyrir oss alla, hví skyldi
hann ekki líka gefa oss allt með honum?. . . . Hver mun gera
oss viðskila við kærleika Krists?! Hvort þjáning? Eða þrenging?
— Eða ofsókn? Eða hungur? Eða nekt? Eða háski? Eða sverð?
Það er eins og ritað er: Þín vegna erurn vér deyddir allan dag-
inn, erum metnir sem sláturfé. En í öllu þessu vinnum vér
meira en sigur með hjálp Hans, sem elskaði oss. Því að ég er
þess fullviss, að hvorki dauði né líf, né englar, né tignir, né hið
yfirstandandi, né hið ókontna, né kraftar, né hæð, né dýpt, né
nokkur önnur skepna muni geta gert oss viðskila við kærleika
Guðs, sem birtist í Kristi Jesú, Drottni vorum.“
Þetta er að vísu að-eins útdráttur úr síðara helming kapítul-
ans, en ég vona, að það nægi til þess, að það sé ljóst, að önnur
eins trúarjátning, — er af æskuglöðum þrótti býður öllu mót-
læti byrginn, — muni vandfundin. Slík trúarjátning er þess
um-komin að styrkja trú annarra, þegar mest liggur á.
Að öðru leyti felur þessi síðari hluti 8. kapítulans í sér ein-
hverja hina stórfenglegustu, dýpstu og víðfeðmustu heims-
mynd, sem þekkist í öllum bókmenntunum: „Skepnan (þ. e.
allt hið skapaða annað en maðurinn) er undirorpin hégóman-
um (þ. e. forgengileikanum og öllu því, er oss, skammsýnum