Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 8
198
JORÐ
liendur Fasistum. Þeir gátu birgt sig beina leið frá Moskvu,
samtímis því sem Moskvuvaldið sló vopnin úr höndunum á *
okkur, sem höfðum verið því sammála, og lét okkur standa
uppi án vopna og verja í eggjana- og ögranahríðinni frá sveit-
um Fasistanna.“
Og báðir gengu þeir fram á vettvanginn sem verjendur Jafn-
aðarstefnunnar, gengu fram til þess að reyna að koma í veg
fyrir, að hún gildi misgerða Stalins og þjóna hans, sem þeir
liöfðu gert sér grein fyrir, að ekki voru að framkvæma Jafnaðar-
stefnuna, heldur að ófrægja liana og jafnvel svívirða.
Því fer annars mjög fjarri, að Arnulf Överland og Arthur
Koestler séu hinir einu víðfrægu og snjöllu rithöfundar og
sannleiksleitendur, sem hafa snúið baki við Kommúnismanum
rússneska. Fjölmargir slíkir menn, víða um lönd, hafa gersam-
lega breytt um skoðun á athöfnum og stefnu Georgíumanns-
ins, sem er æðsta vald í Ráðstjórnarríkjunum — rnenn, sem
ýmist voru áður algerir Kommúnistar — eða Kommúnistum
hlynntir um aðalatriði starfs og stefnu. Vil ég nefna nokkra slíka
menn sem dæmi, þar eð það hefur verið mikill siður Komm-
únistanna íslenzku, að flagga með nöfnum frægra skálda og
ritsnillinga sér og sínum málstað til dýrðar:
Sviarnir Ture Neranann, Harry Martinson og Eyvind John-
son. Daninn Martin A. Hansen. Norðmennirnir Nordahl
Grieg, Sigurd Hoel og Helge Krog (auk Överlands). Bretarnir
W. H. Auden, Ch. Ishenvood og George Orwell. Belginn Ghar-
les Plisnier. Þjóðvedjinn H. Mann. Frakkarnir André Gide,
André Malraux og Jean-Paul Sartre. ítalinn Ignazio Silone.
Bandaríltjamaðurinn Ernest Hemingway.. .
Nú er komin út á íslenzku hin heimsfræga skáldsaga
Arthurs Koestlers, Myrkur um miðjan dag (Darkness at Noon)
— og þykir mér útkoma hennar heppilegt tækifæri til að kynna
hinn sérstæða höfund hennar og ritverk hans. En áður en eg
kem að Koestler, vil ég gefa lesendunum kost á að kynnast
því, Iivað skáldið og sannleiksleitandinn Arnulf Överland gat
lesið milli línanna í liinu mikla riti, sem Stalin lét á þrykk
út gd d ensku — og trúlega fleiri Evrópumálum — til réttlæt-
ingar sér og stjórn sinni út af réttarhöldunum og síðan af-