Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 167
JORÐ
357
verið prentuð í blaði. Páll var vel kunnugur Magnúsi Stephen-
sen landshöfðingja, en hafði aldrei séð Grím Thomsen. Þá var
það fyrsta dag þingsins, að Páll og Magnús stóðu og töluðu
saman, og Grím Thomsen bar þar að. Segir þá landshöfðingi
við liinn kaldrifjaða bónda á Bessastöðum: „Grímur, — þetta
er Páll Ólafsson,“ — Þá segir Grímur: „Er þetta Páll Ólafsson!,
æ, komdu blessaður — og lofaðu mér að kyssa þig fyrir sjúk-
dómslýsinguna þína.“
Grímur Thomsen mun fljótt hafa fundið, hvað feitt var á
stykkinu, þegar um skáldskap var að ræða. En það er þjóð-
kunnugt, hve góð vinátta tókst með þeim Grími og Páli, sem
entist meðan þeir lifðu.
Eitt listfengasta skáld íslendinga, Þorsteinn Erlingsson, skrif-
aði góðvini sínum þessa vísu:
Þægi Drottinn þína sál,
— þótt mér sviði skaðinn —
geymdi ég mér hann gamla Pál,
og gæf’ ’onum þig í staðinn.
Dómi þeirra Gríms og Þorsteins um Pál Ólafsson, sem skáld,
verður ekki áfrýjað — og vel finnst mér þessi austfirzki bóndi
sóma sér í íslenzkri bókmenntasögu á milli Sigurðar Breið-
fjörðs og Þorsteins Erlingssonar.
EN á Austurlandi er eins og margt minni á Pál, í flestum
sveitum, sunnan frá Hornafirði ognorðurtilVopnafjarðar,
jrví hinir fótafimu gæðingar hans báru hann víða um. Sjálfur
segir hann urn uppáhalds reiðhryssurnar sínar:
Önnur liét Stjarna og önnur Löpp
— ekki var til svo bölvuð klöpp,
að ekki sæist eftir far,
ef að þær stigu niður þar.
Páll Ólafsson var víst meira skáld en bóndi — enda seeir
hann um sjálfan sig:
Þetta gera eitt ég ætti:
yrkja kvæði í góðu næði,
tefla, og smíða skeifur skafla,
skála, teyga dýrar veigar;