Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 104
294
JÖRÐ
ingsákvæði voru felld niður, og sendi ríkisstjórninni, sem lagði
það óbreytt fyrir þingið. En þegar þangað kom, setti þingið í
það allskonar fleyga og útúrdúra, sem gerðu það að verkum, að
lögin hefðu ekki komið að tilætluðum notum, ef samþykkt
hefðu verið, og var það því stöðvað.
Iðnaðarmenn höfðu fengið tækifæri til þess að fjalla um
frumvarp nefndarinnar og fallist á, að framannefnd takmörk-
unarákvæði yrðu felld niður. Það er því ekki þeirra sök, að ekki
eru komin iðnfræðslulög án takmörkunarákvæða, lög, sem
hefðu tryggt nemendunum góða kennslu og því getað stuðlað
að uppeldi ennþá betri og tæknilega menntaðri iðnaðarstétt,
en við nú höfum, og tel ég hana þó nú orðið, hvað kunnáttu
og tækni snertir, í flestum greinum fullkomlega sambærilega
við iðnaðarmenn annarra landa.
í RÓÐURSMENNIRNIR fengu Atvinnuveitendafélag ís-
lands til þess að taka þetta mál til meðferðar. Skipaði það
nefnd til þess að rannsaka málið, og gaf hún út skýrslu um
rannsókn sína. Átti nefndin að atliuga, hver vöntun væri á
mönnum í flestum greinum tækninnar, allt frá verkfræðingum
og húsameisturum og niður í gerfiiðnaðannenn. Eru niðurstöð-
ur hennar miðaðar við þá ofþenslu í tæknilegum framkvæmd-
um, sem áttu sér stað hér á landi árið 1945 og 1946, og því langt
utan við ramma eðlilegs jafnvægis í atvinnulífi þjóðarinnar.
Meðal annars hafði nefndin auglýst eftir umsóknum frá ungl-
ingurn um að komast í iðnnám, og taldi þær umsóknir sönnun
fyrir því, hver vöntun væri á iðnaðarmönnum, og hve lokaðar
iðngreinarnar væru. En þessar umsóknir sýndu aðeins tvennt:
í fyrsta lagi það, sem áður var kunnugt urn unglinga hér á landi.
og ég tel góðan kost hjá þeim, að hugur þeirra beinist mjög að
tæknilegum viðfangsefnum, rafmagnsfræði og véltækni, og að
þeir vilja því gjarnan komast að til þess að læra slíkar iðnir. I
öðru lagi það, að þrátt fyrir mikla atvinnu og mikla peninga,
lmgsuðu þeir meira um að tryggja framtíð sína og komast í
hagnýtt nám, en stundarhag, og tel ég það mjög lofsvert hugar-
far hjá unglingum á öðrum eins bruðlunar- og upplausnar-
tímum, og hér hafa ríkt undanfarið. í nágrannalöndum okkar