Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 26
216
JÓRÐ
lita merki, þar sem sigð dauðans vofir yfir tákni starfs hins strit-
andi manns.
En sannleikurinn um Arthur Koestler er sá, að þeir rnenn
yfirleitt, sem bera verulegt skyn á bókmenntir og hafa lifandi
áhuga á raunverulegi'i lausn á vandamálum mannanna, svo
ægileg sem þau eru nú á dögum, líta á hann sem listrænan og
rökvísan rithöfund, hugmyndaríkt og innsætt skáld, getspakan
sálfræðing, raunsæjan og skarpskyggnan stjórnmála og menn-
ingar- gagnrýnanda, — og loks sem einlægan hugsjónamann, er
leiti sannleikans og þrái réttlætið.
Hann er af Moskvu-mönnum kallaður „sósíalfasisti" — eins
og Överland — og eins og liann er Koestler hvorki flokksbund-
inn Kommúnisti né Sósíaldemókrat, en hann er Sósíalisti, Jafn-
aðarmaður. Hann telur Jafnaðarstefnuna fela í sér möguleik-
ana til skynsamlegra og réttlátra þjóðfélagsforma — en þó að-
eins þannig framkvæmda, að hún sé höfð að áttavita vökullar
skynsemi og þroskaðrar, þjóðfélagslegrar samvizku — þannig,
að allt, sem gert sé, sé gert með aukið frelsi, aukna menningu
og aukna hamingju mannanna fyrir augum — telur, að Jafnað-
arstefnan verði að vera þjónn mannanna, en þeir ekki þrælar
hennar — og að livar sem bókstafurinn komi í bága við þetta
sjónarmið í reyndinni, þar verði hann að víkja.
Tvær skáldsögur
Arthurs Koestlers
B
EZTA skáldverk Arthurs Koestlers er
af flestum talin skáldsagan Koma og
brottjör. Þar tekur hann til skáldlegrar
rannsóknar sálarlíf og vandamál Péturs Slaveks, hugsandi nú-
tímamanns, sem finnur, að vandamál mannanna, andleg og
þjóðfélagsleg, eru vandamál lians sjálfs, og er af innri þörf knú-
inn til að láta til sín taka í baráttunni fyrir þjóðfélagslegu rétt-
læti og betri og fullkomnari skipan á málum heildarinnar.
Hann hyggur, að þetta geti liann bezt gert með því að berjast
undir merkjum Kommúnismans, ekki sízt fyrir þær sakir, að 1
landi hans fylgir þessu mikil áhætta, þar eð Kommúnistahreyf-
ingin er þar bönnuð. Sem ungunt hugsjónamanni, ‘er í raun-
inni gerir sér ekki ljósa grein fyrir öðru en því, að hann vill
stefna að breyttri og bættri veröld, verður hættan honum svo