Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 11
JÖRÐ
201
þeirra dómi þœr jramfarir, sem fylgja hinni sósíalistísku endur-
reisn og nýskipan
Og Överland heldur áfram:
„Og það er ekki nóg með, að í ákærunni sé haldið fram
þessari vitfirringslegu staðhæfingu, heldur segir Kamenev
sjálfur:
„Sá sigur, sem unnizt liafði á erfiðleikunum, vakti hjá mér
nýja ójgu reiði og haturs gegn flokksstjórninni — og þá fyrst og
fremst Stalin."
Kamenev bætir svo við á bls. 59:
„Það var ekki unnt að gera ráð fyrir neinum innri erfiðleik-
um, sem gætu orðið stjórn þeirri að falli, er hafði stýrt þjóðar-
skútunni út úr öllum vanda, hafð'i stýrt á farsæla siglingaleið
bæði á sviði iðnreisnarinnar og samyrkjunnar."
Af ummælum ákæranda um þá Kamenev og Sinojev og af
orðum Kamenevs sjálfs dregur síðan Överland þessa ályktun:
„Af þessu er ljóst, að niðurstaðan verður þessi:
Hvort sem leggja skal til grundvallar orð ákærandans eða
hinna ákærðu sjálfra, skortir allar skynsamlegar og skiljanlegar
ástæður fyrir gerðurn þeirra. Þeir vissu, að hið einasta, sem
þeir gætu komið til leiðar með ráðalagi sínu, væri það, að þeim
yrði stefnt fyrir landráðarétt. En svo mjög voru þeir haldnir
af þeirri ástríðu að rífa til grunna allt, sem þeir á langri bar-
áttuævi liöfðu tekið þátt í að reisa, að þeir sáu sig knúna til
samsæris gegn Jafnaðarstefnunni — jafnvel þó að þeir vissu,
að það væri með öllu unnið fyrir gýg!
Það má hver trúa þessu, sem til þess treystir sérl“
Visjinski var liinn opinberi ákærandi við réttarhöldin, sá
hinn sami og nú er kunnur um allan lieim af orðbragði sínu
og framkomu á fundum Sameinuðu þjóðanna. Överland kveð-
ur honum farast þannig orð á bls. 149 í bókinni frá réttar-
l'öldunum:
„Egget sparað mér að uppfylla þá skyldu að telja upp hinar
tjöhnörgu staðreyndir og greina nokkuð í sundur eða gagn-
rýna þau sönnunargögn, sem frarn hafa komið við réttarrann-
sokn málsins og sanna til fulls sekt hinna ákærðu.“
»,Það var vel og léttilega sloppið hjá honum,“ segir Över-