Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 19
JÖRÐ
209
Ungverjar þóttust hafa orðið allhart úti við friðarsamning-
ana eftir hemisstyrjöldina 1914—18, þar eð þrjár milljónir
ungverskra manna höfðu komizt undir tékkneska, rúmenska
eða júgóslafneska stjórn — og Douglas Reed, sem athugaði
manna nákvæmast öll hugsanleg deilu- og ófriðartilefni í Ev-
rópu á árunum milli heimsstyrjaldanna, komst að þeirri niður-
stöðu, að þannig hefði mátt skipta löndum, að ein milljón
Ungverja, sem lutu erlendum stjórnarvöldum, hefðu áfram
getað orðið ungverskir borgarar, án þess að um leið hefði verið
annarra þjóða mönnum óréttur ger. í Ungverjalandi var
þannig ástatt, að meira en helmingur þjóðarinnar stundaði
landbúnað, en 2000 aðalsmenn og aðrir stórbændur áttu helm-
ing allra jarðeigna. Leiguliðar þeirra, hjáleigubændur og bún-
aðarverkamenn, bj.uggu við mikið strit, en hlutu lítið í aðra
hönd. Þá lifði nær fjórði hver máður þjóðarinnar á iðnaði, og
voru kjör iðnverkamanna og annarra daglaunamanna í borg-
unum liarla erfið. En Horthy tókst að eignast allmikil ítök í
þessum stóttum. Þær voru ekki síður góðir Ungverjar en yfir-
stéttirnar, og Litla bandalagið, sem í voru Tékkar, Rúmenar
og Júgóslafar, varð í rauninni sammála um fátt, en þó um
sem eindregnasta andstöðu gegn kröfum Ungverja um leið-
réttingu.á landamærum. Þetta varð til þess, að Horthy lánaðist
að gera ranglæti friðarsamninganna og árásarhættu frá ná-
gTannaþjóðunum að ægilegum óvættum, sem drógu athyglina
nijög frá einræði lians og hinum þjóðfélagslega órétti, sem með
einræðinu varð að föstu skipulagi. Þá ber og þess að gæta, að
Horthy liafði að bakhjarli allt fjármagn þjóðarinnar — og auk
þess öflugan lier. Loks skal þess getið, að Horthy hlaut við
það aukið traust, að hann leitaði samvinnu við ítali um utan-
ríkismál, j>á er Mussolini var orðinn einræðisherra — og eftir
því sem vegur Mussolinis óx, féll á Horthy meiri og meiri
Ijómi frá honum. Af öllu þessu verður það ljóst, að Horthy
var ærið fastur í sessi og ekki von bráðrar breytingar til hins
óetra á högum ungverskrar alþvðu — eða á möguleikum ungra
gáfu- og lvugsjónamanna til þess að verða þjóð sinni til veru-
le.gs gagns og blessunar.
Það er ekki vandséð, að ógnir þær, sem dundu yfir heiminn
, 14