Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 144
Björn O. Bjömsson:
„Atómstöðin"
HALLDÓR KILJAN LAXNESS er „kontrapunktistinn"
meðal íslenzkra skáldsagnahöfunda: Hann vill liafa alltað
„sjö í höggi“ í sínurn sögum; þær eiga að tákna þetta og þetta
og þetta og sýna þetta og vinna þetta. í „íslandsklukkunni"
tókst það merkilega vel — svosem lítiðeitt er rakið í grein minni
um þá sögu í JÖRÐ 1945, 2.-3. hefti. Stundum verkar þó sumt
af þessurn ætlunarverkum líkt og dulur hengdar utaná hina
lífrænu heild. Svo er t. d. hálfgert um „landsölu“- og „beina-
graftrar“-málið í „Atómstöðinni". Ejöldi lesenda, einkum með-
al blindra aðdáenda og hatenda þessa höf., festir athyglina einna
mest við hinar skræpóttu áhengingar. Höfundurinn hagar sér
í þessu ekki allsólíkt spænskum nautabana, sem veifar rauðri
dulu framaní naut til að leiða athyggli þess frá sjálfum sér.
(Sbr. raunar „Atómstöðina", bls. 74: „Maður, senr segir hvað
hann hugsar, er hlægilegur .. . “) Ekki þarf samt að ætla að lista-
verk græði á því, að hengd séu utaná Jrað áróðursspjöld og
annað þvílíkt. En það dregur auðvitað að sér „galleríið", eykur
umtalið og e. t. v. söluna. Hvað H. K. I,. ætlar sér með þessari
aðferð, er ekki fulljóst. Hann virðist vera meðal þeirra manna,
sem mikið vilja til vinna að viðhalda skrafinu um sig nokkurn-
veginn ,,í fullum gangi". En hann er líka — eða hefur löngum
verið — góður „Elokks“-maður og telur það ekki eftir, að lista-
verk lians haldi á tveimur—þremur áróðursspjöldum fyrir
„Flokkinn". Loks er liann ofstækismaður í persónulegu hatri
t-----------------------------------------------------------------------h
/ grein þessarri er einkum gerð tilraun til að meta gildi „Atómstöðvar-
innar" með tilliti til þeirra Ufsskoðana, sem Uún byggir á og túlhar.
H. K. L. hejur i fjórum siðustu skdldsögum sinum byggt <í kerfi, sein
hann ivtlar að eigi r«rtur sinar i norra nni heiðni; liyggst að endurvekja
norrccnan sögustil og „heiðna“ Ufsskoðun.