Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 63
JÖRÐ
253
og niður í gegn, ef þeir glötuðu henni, og þeir mundu falla
fram á ásjónur sínar og rífa hár sitt og sjálfir finna sig seka
fyrir Guði og fyrir mönnum — fyrir lögmáli bræðralagsins, lög-
máli kærleikans, sem af öllu er mestur. . . .
Eða — mundi þetta vera hugarburður, mundu orð mín ekki
eiga sér neina stoð?
Hér á undan færi ég að þessu — að mér virðist — fullgild
rök, þar sem ég held því fram, að einungis þetta geti skýrt þá
afstöðu viturra manna, menntaðra og snjallra og vandaðra í
umgengni, að allt sé gott og gilt, sem kemur frá Moskvu. En
samt sem áður: Tökum einstök dæmi — þau gera þetta ef til
vill sumum skiljanlegra en það yrði þeim ella:
Virtist mönnum það ekki allfurðulegt, að annar hinn kunn-
asti foringi íslenzkra kommúnista, maður, sem í ræðum sínum
ber oftast svo ótt á, að undrum sætir, stóð höktandi, stamandi
og rökþrota við hljóðnemann, þá er útvarpsumræður fóru
fram s. 1. haust út af afstöðu íslands til viðreisnarbaráttunnar
í Vestur-Evrópu? Hann gat engin rök að því fært, sem neins
væru nýt, að við, sem eigum geipimikið undir einmitt högum
hinna nauðstöddu þjóða um sölu afurða okkar og þar með
afkomu, gerðumst ekki aðili að áætlununum um viðreisn,
enda slík rök ekki finnanleg frá almennu sjónarmiði íslenzkra
hagsmuna. Hann gat heldur engan veginn borið fram þau rök
í áheyrn alþjóðar, að við gætum látið okkur í léttu rúmi liggja,
að tugmilljónir manna í þessum löndum drægjust upp af sulti
og milljónir barna ættu við slík kjör að búa, að þau mundu
aldrei bíða þess bætur. Hví var hann þá, þessi af mörgum
rómaði öðlingsmaður, gegn þátttöku íslands, flutti sjálfur þá
tillögu, sem gaf tilefni til umræðanna? Jú, Ri'issar höfðu lýst
sig andvíga viðreisnarbaráttunni, Rússar höfðu stofnað hið
nýja kommúnistíska flokkasamband fyrst og fremst til þess að
sporna gegn henni og það samband lýst sig henni andvígt. En
l'inn íslenzki kommúnistaforingi treystist ekki til að segja við
þjóð sína: Ráðstjórnin, hvar Hinn Mikli Stalin er æðstur hinna
^ðstu, hefur ákveðið að svelta til örvænis á annað hundrað
milljónir manna í Vestur-Evrópu til þess að þeir, sem þó
^ftir kynnu að lifa, verði móttækilegir fyrir gleðiboðskapinn