Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 49
JÖRÐ
239
eðli á eigin spýtur, með milljónfaldri „djúpvitund" í ótak-
mörkuðu og jafnframt sjálfgeymdu rúmi.“
Þá virðist mér, að vert sé að gefa gaum að því, sem kemur
fram í bréfinu, sem Pétur Slavek skrifar ástmey sinni, Ódettu,
þá er hann er á leið að leggja af stað í flugvél sem fallhlífar-
liermaður. Það liefði verið mér næst að birta allan kjarna
liréfsins, en ég verð að láta hér nægja eftirfarandi kafla:
„Heimspeki og stjórnmálastefnur síðustu alda hafa orðið
til í rústunum. Það er ekki til neins að reyna að blása í þær
nýju lífi. Og bætt vinnuskilyrði og starfsaðferðir fá ekki borgið
okkur. Hér eftir’mun þess skammt að bíða, að hætt verði að
meta hvað eina eftir tölu eða fyrirferð. A ég að segja þér eitt,
Ódetta? Ég held, að bráðum muni nýr guð verða í heiminn
borinn. Svona lagað er ekki hægt að fjalla um, nema þegar sér-
staklega stendur á, og ástæðurnar eru ekki þannig núna, þar
eð ég er að leggja af stað eftir nokkrar mínútur. Lofaður veri
sá guð, sem í vændurn er. Reyndu ekki að geta þér til um,
hver muni verða l)oðskapur hans — eða liugsa þér, hvernig
liann skuli tilbiðja, — það verður ekki fyrr en eftir að við erum
gengin. Dulspekingar okkar tíma eru jafnmiklir gutlarar og
umbótamennirnir á sviði' stjórnmálanna. Því að við erum
lunir síðustu afkomendur mannanna frá endurreisnartímabil-
inu. Við erum endirinn, en ekki upphafið.“
IV.
Fáni frjálsrar hugsunar.
s.Eitt sinn treystum
vér þessum manni.“
kAÐ voru ekki einungis hinir komm-
únistísku verkamenn í Frakklandi,
sem urðu svo sem þrumu lostnir, þá
er fregnir bárust af samningum þeirra Jósefs Stalins og Adólfs
Hitlers, síðsumars 1939. Nazistar, Kommúnistar og lýðræðis-
!>tnnar um allan heim urðu mjög undrandi. Ég hygg, að fregn-
lrr hafi þó ekki komið ákaflega flatt upp á þá menn, sem höfðu
gert sér fulla grein fyrir eðli Nazisma og Kommúnisma. Ég get
ekki hrósað mér af því að vera einn í þeirra hópi, sem höfðu
haft grun um að fyrr eða síðar mundi ef til vill svona fara.