Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 138
328
JÖRÐ
EKKI HEITI ÉG EIRÍKUR er sérlegt nafn á skáldsögu, en
svo heitir saga eftir Guðrúnu Júnsdóttur frá Prestsbalika.
Eins og saga Guðrúnar, Fyrstu árin, fjallar þessi um dreng-
hnokka, hugsanir hans og atliuganir, reynslu lians og mótun.
I’yrstu árin sýndu það gi'einilega, að Guðrún er óvenju glögg
og gerhugul — smekkvís og hófsörn í lýsingum og rökvís í máli.
Þetta kemur og í ljós í þessari bók liennar. En hún bætir þarna
ekki við sig — eða þá efni sagnanna er of líkt til þess að lesand-
inn dænri þessa að verðleikum. En livað sem því líður, þá væri
æskilegt, að Guðrún gæfi hæfileikum sínum lausari taum og
færi víðar en hún hefur gert í þessum fyrstu bókum sínum.
Það liggur við, að mér hafi dottið í hug við lestur síðari sög-
unnar hið sama og stundum áður, þá er ég hef lesið bækur eftir
íslenzka kvenrithöfunda — að höfundurinn nyti sín ekki vegna
jress, að hann liikaði við að fara út fyrir þau takmörk, er því
kvenlega eru sett af þeim kröfum, senr gerðar eru opinberlega
til almenns velsæmis. En ég hef ekki lesið verulega merkar
skáldsögur eftir neina kona, erlenda eða innlenda, sem hafi
komizt hjá að virða þessi takmörk að vettugi.
AMSTUR DÆGRANNA. Til eru þeir höfundar, sem svo
eru sérkennilegir, án þess þó, að þeir séu ankannalegir eða
á valdi tilgerðar, að vart geta þeir skrifað þannig nokkur orð,
að ekki sé auðsætt, hver sé höfundurinn. Og það þori ég að
fullyrða, að ef ég hefði fyrir einhverra hluta sakir ekki getað
fylgzt með bókmenntaheiminum íslenzka og mér svo verið
tjáð, að út væri komið safn af smásögum, sem héti Amstur dcegr-
anna, þá hefði ég gollið við og sagt: Ég mundi fara nærri uni,
liver sé höfundurinn, — það gæti ekki verið annar en Jakob
Thorarensen, því að ekki einu sinni sá, er vildi stæla hann, gæti
fundið upp bókarheiti, sem bæri svona greinilega á sér svipniót
hans!.... Það liggur svo í hlutarins eðli, að nafnið er sann-
nefni á bókinni, því að sögur Jakobs eru sannarlega liold af
hans holdi, eiga sér djúpar rætur í hans sérstæða persónu-
leika. Mundi það svo ekki láta nærri, að nokkuð væri hæft i
þeirri skoðun á mannlífinu, sem felst í nafni bókarinnar? Er
það ekki svo, að menn eigi yfirleitt í sífellu amstri frá degi til