Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 189
JÖRÐ
379
„Eitt sinn þráði ég önnur lönd
og útsæinn himinvíða. —
Nú veit ég bezt er að vera þar,
sem verkefnin stærstu bíða.“
Og liann hefur ekki látið sitja við orðin tóm, en einmitt tekizt á hendur
eitt af þessum stærstu verkefnum: orðið kennari og skólastjóri í heima-
vistarsamskóla. Hann ann æskunni og kveður svo að orði, að ekkert sé
hlýrra né æðra og betra
gegn andúð kaldra vetra
en eldurinn, sem brennur í æskumannsins sál“.
Hann yrkir lioll ljóð til glæðingar þessuin æskueldi og brýnir alþjóð
til dáða. í kvæðaflokki um Austurland, maklegum og vel gerðum, segir
hann á elnum stað:
„Þér austfirsku karlar og konur;
þú kjarngóða íslenzka þjóð;
þú ungi, ágæti sonur
og ástsæla fljóð;
ég særi og eggja yður
við allt, sem er heilagt og gott,
hver foss og fjalltindur biður
og fuglanna lágróma kliður,
að drýgið þér drengskaparvott."
Hann kann vel að meta fortíðina og þær fjárhirzlur, er „sögunnar
góðmálma geyma", en gleymir þó hinu sízt, að æska landsins er dýrmæt-
asti auður þjóðarinnar, eins og hann minnist á í kvæðinu „Fortíð og
nútíð". Þar er þessi vísa:
„Ég neita því ekki, að aldanna niður
er óðrænn sem töfrandi lag.
En samtímis vandamál: farsæld og friður
og framvinda lífsins í dag
er andi og sál þess, er alla menn varðar,
og afltaug hins þróttmikla trés,
er breiðir sitt lim milli fjalla og fjatðar
og faðmar hvert útskaganes." —
Nokkur eftirmæli eru í bókinni, þar á meðal kvæði um foreldra skálds-
ins, ort af djúpri virðingu og sonarlegri ást. —
ÞÓRODDUR er ekki sundurgerðarmaður í kvæðagerð. Þó að hann
syngi auðvitað með sínu nefi, yrkir hann blátt áfram og heldur hin-
um aldagrónu bragreglum íslenzkrar tungu jafnan í heiðri. Hann segir
margt vel og er málvandur og orðsnjall. Það andar útilofti og hreinleik
frá kvæðum hans. Og mörgum lesandanum mun líða vel við lestur þeirra,
þvi að þau snerta það, sem óskemmt er i brjósti manns og gleðst af því,
sem er fallegt.