Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 39
JÖRÐ
229
raunar ekki nema að landamærum Belgíu, en ekki var hætt við
árás frá Belgum, og Belgar höfðu látið sér að kenningu verða
reynslu sína frá innrás Pjóðverja og víggirt milli sín og
þeirra. Sem sé: Frakkar notuðu sér í þrengstu merkingu reynslu
hins liðna, en treystu að öðru leyti á aðra. Svo fannst þeim,
að meira yrði ekki af sér krafizt.
Auðvitað voru það fyrst og frenist efna- og bjargálnamenn
í öllurn stéttum, sem svona hugsuðu, en slíkir menn eða hand-
bendi þeirra voru í miklum meirihluta, og svo voru það þá
þeir, sem réðu fyrir þjóðina alla. Vegna makræðis, hugsjóna-
og ábyrgðarleysis alls þorra manna voru raddir þeirra, sem sáu
fyrir hættuna, eins og rödd lirópandans í eyðimörkinni. Eng-
inn einn stjórnmálaflokkur gat unnið meirihluta, og enginn
forystumaður, sem vildi sameina til átaka að sumu skylda
aðila, fékk að stíga feti lengra en svo, að makræðinu væri ekki
háski búinn. Það var samið og mallað — og í hinu grugguga
vatni fjármála og stjórnmála stunduðu svikarar og braskarar
veiðar sínar, og hvert hneykslismálið rak annað. En þá er
blikur hækkuðu á lofti og gustur jókst og sparlökin fuku til
fyrir lokrekkjum purpuragikkjanna, og hrollur þeirra fór vax-
andi, sem stóðu klæðlitlir á berangri, þá urðu þeir fleiri og
fleiri, sem lögðu eyrun við boðskap Fasista og Kommúnista,
sem hvorugir ætluðust til þess af frönsku þjóðinni, að hún
leiddi sjálf sjálfa sig, en bentu á æðri og þó jarðnesk máttarvöld,
þar sem voru þeir Flitler, Stalin, Mussolini og Franco, — ásamt
tninni spámönnum, svo sem einvöldum Póllands, Júgóslafíu
°g Ungverjalands.
Þegar svo Frakkland lenti í styrjöldinni árið 1939, átti
franska þjóðin ekki fyrir neinu áð berjast. Hvað voru stjórnin
°g þingið að rjúka í stríð, þó að Þjóðverjar réðust á Pólland?
Hafði ekki verið horft á það aðgerðalaust, að þeir sameinuðu
Saar á nýjan leik Þýzkalandi? Höfðu þeir ekki fengið í friði
°g spekt að innlima Austurríki? Og hafði ekki Bretland, sem
þekkt var svo sem að því að láta Frökkum blæða fyrir brezka
hagsmuni, setið við samningaborðið í Múnchen, þar sem sagt
var við Hitler: Gerðu svo vel — hérna eru lyklarnir að Tékkó-
slóvakíu — en þú ferð ekki lengra en um hefur verið talað —,