Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 186
376
JÖRÐ
Tímarnir koma, þá tún verða meiri,
trúin á moldina grær,
ræktuðu blettirnir frjúrri og fleiri,
fegurri, sælli liver bær.
Og í kvæði eftir kvæði dregur hann upp sannar, einfaldar
og lifandi myndir af starfi bóndans. Tökum til dæmis:
„sáning”. Vornóttin kyrrlát vætuský
vefur að fjallatindum,
breiðir í dalinn, björt og hlý,
blessun í daggarmyndum.
Lognværðin sveipar landið,
loftið er ilmi blandið.
Býlið er kyrrt og blundar hljótt.
Bóndinn er sanit á fótum.
Lognið hann kýs að nota í nótt,
natinn við jarðbótum.
Verkin, sem þarf að vinna,
vitjunartimann finna.
Hann liefur brotið moldarmó,
mulið og tætt í sundur.
Draumur um liesta, lierfi og plóg,
lionum er sérhver blundur.
Nú á að nota lagið.
Nú vill liann sá í flagið.
Það er ánægjulegt að athuga þróun íslenzkra búskaparhátta
í þessum vel gerðu ljóðum. Fyrir aldarfjórðungi aðeins voru
sum þessara yrkisefna ekki til í íslenzku sveitalífi! Kvæði G. I.
eru nýgræðingur í bókmenntum okkar og lýsa nýjum gróðri, —
einnig og ekki sízt í menningarlegu tilliti. En allt stendur þetta
á gömlurn merg, traustum og hollum, þeim hinum sama, er
nærði í útlegðinni sál Klettafjalla-skáldsins. Lesandinn minn-
ist einmitt Stephans G., er hann les kvæðið: „Kaldbakur“:
Þótt víðlendar grundir ég gisti,
þar gnæfir ei tindur, þar rís ekki fja.ll,
þá ber ég í sál minni Kaldbaksins kinn,
hans klappir og vindhljóð og snjóskriðufall
og fegurð um standberg og stall.
Sérhver heilbrigður maður, sem hefur nokkurt ljóðaskyn,
mun hafa ánægju og gagn af því að lesa kvæði Guðmundar
Inga. Það er í þeim ósvikinn karlmennskuþróttur og hlýja,
hreinleiki og starfsgleði.