Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 100
290
JÖRÐ
tónninn ber greinileg merki áróðurs- og æsingamannsins, sem
ekki hirðir um sannleika eða rök. Og þetta er ekki eina grein-
in sem hann hefur ritað í þessum anda. í dagblöðum bæjarins
birtust eftir hann nokkrar greinar um þetta leyti, þar sem alið
er fast á því, að iðnlöggjöfin útiloki eðlilega fjölgun iðnaðar-
manna, og hamli þannig lieilbrigðum framkvæmdum, og að
iðnaðarmenn sjálfir loki iðngreinunum, til þess að geta haldið
háu verðlagi og tryggri atvinnu.
Með áróðursgreinum sínum og fleiri aðgerðum (t. d. rann-
sóknarnefnd Atvinnurekendafélagsins) tókst honum að koma
þeirri trú inn hjá miklum hluta þjóðarinnar, að hér væri um
verulegt vandamál að ræða, og að nauðsyn bæri til að breyta
iðnlöggjöfinni til þess að fjölgað yrði iðnaðarmönnum svo, að
stórvandræðum yrði afstýrt. í blaðagreinum og nefndarskýrsl-
um frá árunum 1945—1947 hefur þessi söngur hljómað ann-
að veifið, þótt hann sé farinn að hljóðna nú, þegar iðnaðarmenn
eru að verða atvinnulausir og af sumum taldir óþarfir í land-
inu.
Bæði iðnfulltrúarnir og ég svöruðu þessum áróðri í dag-
blöðum bæjarins, en af því að það si.tur nokkuð fast í mönnum,
að skortur sá, sem var á iðnaðarmönnum á stríðsárunum, bæði
hjá Gísla Halldórssyni og öðrum, sé iðnlöggjöfinni og iðnaðar-
mönnum sjálfum að kenna, tel ég nauðsynlegt, að ræða þetta
atriði nokkuð nánar og upplýsa í eitt skifti fyrir öll, hver sann-
leikurinn er í þessu máli.
TAKMARKANIR iðnnámslaganna á töku nemenda til iðn-
náms eru tvennskonar:
1. Eftirfarandi ákvæði í 10. gr., er sett var 1940: „Aldrei má
meistari hafa fleiri nemendur að vinnu en fullgilda iðnað-
armenn."
2. Þetta ákvæði í 1. grein: „Á þeim stöðum, þar sem félög sveina
og meistara í einhverri iðngrein hafa komið sér saman um
tölu iðnnema, kaup og kjör, skal því samkomulagi ekki rask-
að af iðnfulltrúum."
Er nú rétt að athuga þessi atriði.
Um 1. — í lok ársins 1945 voru um 2200 félagsbundnir iðnað-