Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 30
22Ó
JÖRÐ
hinu óþekkta afli. Og hinn 8. janúar 1943 var hann skotinn
niður í annað sinn, og nú var hann allur. Hann varð aðeins
tuttugu og þriggja ára, en liann var orðinn hetja með þjóð
sinni, og hann hafði skrifað skáldsögu, sem skipaði honuni í
fremstu röð brezkra rithöfunda. Skáldsagan heitir The Last
Enerny — Síðasti óvinurinn —, og hún hefur þegar verið þýdd
á fjölmörg tungumál og hlotið mikla frægð. Hún fjallar um
hann og félaga hans í loftstyrjöldinni, allt frá því að þeir,
skömmu áður en hinn mikli hildarleikur hófst, þreyta kapp-
róður á Ems í Þýzkalandi, sem Oxford-stúdentar — og þar til er
Hillary er orðinn eins heilbrigður og ásjálegur eins og hann
getur orðið eftir að liafa hrapað í flugvél sinni — og hann
er búinn að ákveða að skrifa bók um sig og hina föllnu félaga
sína.
Það er auðsætt hverjum þeim, er hefur lesið Síðasta óvininn
og lesið síðan Komu og brottjör, að Richard Hillary er fyrir-
mynd Koestlers, þá er hann lýsir flugmanninum Andrew —
eða Andrési —, sem Pétur Slavek kynnist. Þeir ræða styrjöld-
ina og hin miklu vandamál þeirra hugsandi manna, sem taka
þátt í henni.... Pétur segir meðal annars:
— En menn verða þó að eiga sér einhverja hugsjón.
— Finnst yður lífið léttara, ef þér lifið fyrir einhverja hug-
sjón? spyr Andrés.
— Ég veit ekki, tautar Pétur. — Ég hélt það væri máski létt-
ara að deyja fyrir einhverja hugsjón, heldur en án hennar.
— Já, það er annað mál. . Að deyja íyrir háleita hugsjón —
hvílík velsæld. En þér þurfið nú ekki að búazt við því, að guð-
irnir leiki þannig við yður, að þeir gefi yður kost á slíkul
Daginn eftir stendur Pétur á þiljum hafskipsins, sem
liann ætlar á yfir hafið til Ódettu, ástmeyjar sinnar. Skipið er
á leið af stað, en Pétri er ekki rótt — og þá er liann allt í einu
kemur auga á tvo af fyrri félögum sínum úr Kommúnista-
flokknum, þýtur hann í land, fer til brezka ræðismannsins og
kveðst vilja gerast sjálfboðaliði í brezka hernum. Ónei, liann
gerir sér engar gildringar. Hann veit, að Bretarnir voru svo
sem ekki hreyfillinn í farartæki viðburðanna, heldur hemiH-
inn. En þegar svo ér komið, að ekkert verður við hreyfilinn