Jörð - 01.06.1948, Qupperneq 60
250
JÖRÐ
ans innlimunar í Ráðstjórnarríkin — eftir bendingu það-
an, — en óskilgetin börn rússneskra þegna og íslenzkra
skuli uppalin á kostnað hins íslenzka leppríkis sem yfir-
stétt.
10. Hjónaskilnaður verði torvddaður svo mjög, að einungis
yfirstéttin geti lagt í þann kostnað, sem honum fylgir.
11. Dragi til styrjaldar milli Ráðstjórnarríkjanna og einhverra
annarra, skulu allir vígfærir íslendingar, karlar sem konur,
skyldir til herþjónustu, hvar og hvenær, sem vera skal —
eftir ákvæðum umboðsmanna Ráðstjórnarinnar í Moskvu.
Nei, eins víst og það er, að hér á íslandi, svo sem í öðrum
löndum, yrði útkoman sú, sem nú hefur verið sýnt í nokkrum
dráttum, ef Kommúnistar yrðu hér allsráðandi, eins víst er
hitt, að mikill meiri hluti þeirra mörgu, sem hafa fylgt þeim
eða lagt þeim lið, beint eða óbeint, æskir ekki eftir því ein-
ræði og þeim þrældómi, sem slíkri skipan fylgir. Fyrir taurn-
lausan áróður Kommúnista, þar sem blygðunarleysið helzt í
liendur við ofstækið og lygi og rógur eru höfuðvopnin — áróð-
ur, sem íslenzk réttvísi í öllu sínu makræði, tómlæti og andvara-
og ábyrgðarleysi hefur ekki séð ástæðu til að skifta sér af.jafnvel
þá, er um hrein og bein landráð og dagvaxandi siðspillingar-
starfsemi hefur verið að ræða — hefur þeim tekizt að villa fjölda
mörgum sýn um eðli og tilgang flokks síns, svo sem og þeir hafa
ruglað réttlætis-, velsæmis- og ábyrgðartilfinningu ótrúlega
margra. Ófáir trúa því ekki einu sinni, að „Sósíalistaflokkur-
inn“ sé kommúnistískur — og jafnt fyrir það, þótt helztu for-
ingjar hans hafi lýst því yfir á sjálfu Alþingi — og blöð flokks-
ins og ræðumenn verji hvers konar framferði Rússa og hampi
falsyrðum þeirra um lýðræði, vernd friðarins o. s. frv. — á sama
tíma og daglega berast fregnir um ofbeldisverk fimmtu her-
deildar þeirra í öðrum löndum, ógnanir Ráðstjórnarinnar við
frelsisunnandi menningarþjóðir og aðgerðir hennar í Rúss-
landi sjálfu til sívaxandi frelsisskerðingar. Þó eru þeir kannski
ennþá fleiri í hópi kjósenda Kommúnista og meðal velunnara
þeirra — og þá ef til vill ekki sízt í stétt menntamanna —, sem
telja sér trú um, að allt annað, en orðið hefur í öðrum lönd-
um, mundi verða hér uppi á teningnum, ef Kommúnistar